fbpx

Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum

Pizza með blómkálsbotni og djúsí áleggi, getur ekki klikkað

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 200 g blómkál
 1/2 dl parmesanostur, rifinn
 1/2 dl mozzarellaostur, rifinn
 1/2 tsk oregano
 1/2 tsk chilíflögur
 2 msk möndlumjöl
 1/2 tsk salt
 1 egg
 1-2 msk vatn
Rjómaosta-tómatsósa
 100 g Philadelphia rjómaostur
 2-3 msk tómatpúrra
 1 tsk agavesíróp
 Hrærið öllu saman og setjið á pizzabotnana.
Álegg
 10 sneiðar Gran Brianza parmaskinka
 1 hvítlauksrif, smátt saxað
 1/2-1 rautt chilí, smátt skorið
 10 döðlur, skornar niður
 ólífuolía
 svartur pipar

Leiðbeiningar

Blómkálsbotnar: (Gerir tvær 12"pizzur)
1

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið þar til þetta er orðið að deigi. Bætið við vatni ef þörf er á.

2

Skiptið blómkálsdeiginu í tvennt og fletjið út (ég hef botnana frekar þunna).

3

Gott er að láta smjörpappír fyrir og fletja þá þannig út.

4

Setjið í 200°c heitan ofn í um 10 mínútur eða þar til þeir eru farnir að brúnast.

5

Takið botnana úr ofni. Setjið tómatrjómasósuna yfir botnana og því næst parmaskinku, hvítlauk, chilí og döðlur.

6

Setjið aftur inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til parmaskinkan er orðin aðeins stökk.

7

Skerið í sneiðar og berið fram með góðri ólífuolíu og svörtum pipar.

8

Einnig er mjög gott að kreysta sítrónusafa yfir rucola og bera fram með pizzunni.


Uppskrift frá Berglindi hjá grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 200 g blómkál
 1/2 dl parmesanostur, rifinn
 1/2 dl mozzarellaostur, rifinn
 1/2 tsk oregano
 1/2 tsk chilíflögur
 2 msk möndlumjöl
 1/2 tsk salt
 1 egg
 1-2 msk vatn
Rjómaosta-tómatsósa
 100 g Philadelphia rjómaostur
 2-3 msk tómatpúrra
 1 tsk agavesíróp
 Hrærið öllu saman og setjið á pizzabotnana.
Álegg
 10 sneiðar Gran Brianza parmaskinka
 1 hvítlauksrif, smátt saxað
 1/2-1 rautt chilí, smátt skorið
 10 döðlur, skornar niður
 ólífuolía
 svartur pipar

Leiðbeiningar

Blómkálsbotnar: (Gerir tvær 12"pizzur)
1

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið þar til þetta er orðið að deigi. Bætið við vatni ef þörf er á.

2

Skiptið blómkálsdeiginu í tvennt og fletjið út (ég hef botnana frekar þunna).

3

Gott er að láta smjörpappír fyrir og fletja þá þannig út.

4

Setjið í 200°c heitan ofn í um 10 mínútur eða þar til þeir eru farnir að brúnast.

5

Takið botnana úr ofni. Setjið tómatrjómasósuna yfir botnana og því næst parmaskinku, hvítlauk, chilí og döðlur.

6

Setjið aftur inn í ofn í 5-10 mínútur eða þar til parmaskinkan er orðin aðeins stökk.

7

Skerið í sneiðar og berið fram með góðri ólífuolíu og svörtum pipar.

8

Einnig er mjög gott að kreysta sítrónusafa yfir rucola og bera fram með pizzunni.

Heimsins besta blómkálspizza með rjómaosti, parmaskinku, chilí og döðlum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
BBQ pizza með kjúklingiÞessi pizza er hreint út sagt guðdómleg og skemmtileg tilbreyting frá klassískri pizzu! Að elda kjúklinginn og baka pizzuna í…
MYNDBAND
Pizza fyrir tvoHér er á ferðinni ekta pizza fyrir rómantískan kvöldverð! Auðvitað má gera þessa pizzu við hvaða tilefni sem er en…
MYNDBAND
BBQ tortilla pizzaEf þig langar að útbúa eitthvað ofurfljótlegt og gómsætt, þá er það þetta hér! Sweet bbq sósan frá Heinz smellpassar…