MG_7013
MG_7013

Heimalagaður hátíðar ís með Dumle og Tyrkisk Peber

  

janúar 8, 2019

Ísinn bragðaðist hreint út sagt stórkostlega!

Hráefni

Heimalagaður hátíðar ís með Dumle og Tyrkisk Peber

6 eggjarauður

1 dl púðursykur

500 ml rjómi, létt þeyttur

1 poki Dumle karamellur, smátt saxaðar (120 g)

1 dl Tyrkisk Peber

Sósa og skreyting

1 poki Dumle karamellur (120 g)

2 msk rjómi

1 poki Dumle snack (100 g)

Leiðbeiningar

1Setjið dumle karamellurnar inn í ísskáp.

2Þeytið rjómann og geymið.

3Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman.

4Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.

5Skerið kældu dumle karamellurnar smátt niður, myljið 1 dl af tyrkisk peber í blandara og blandið saman við ísinn varlega með sleikju.

6Hellið ísnum í form og setjið í frystinn, það er best að frysta ísinn í minnst 1 sólahring.

7Útbúið sósuna með því að bræða karamellurnar yfir vatnsbaði, bæta rjómanum svo út í og hræra svo þangað til þykk karamellusósa hefur myndast.

8Skerið dumle snack smátt niður.

9Setjið ísinn á kökudisk og fjarlægið formið, hellið sósunni yfir ísinn og dreifið dumle snackinu yfir.

Uppskrift frá Lindu Ben.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

DSC05018

Heimagerður Daimís

Einfaldur og fljótlegur rjómaís - sá allra besti.

MG_5037

Glæsileg Anthon Berg konfekt ísterta

Ísterta sem allir geta gert.

filakaramellusosa

Fílakaramellusósa

Klassísk íssósa með fílakaramellum.