Heimagerður Daimís

  ,   

júlí 22, 2019

Einfaldur og fljótlegur rjómaís - sá allra besti.

Hráefni

1 dós niðursoðin mjólk

500 ml rjómi

1 vanillustöng

1 tsk vanilludropar

400 g Daim, ég nota 4 poka af Daimkurli

ca. 30-50 ml rjómi, notað til að bræða Daim

Leiðbeiningar

1Kælið hráefnin vel fyrir notkun fyrir bestu útkomu.

2Hitið Daim yfir vatnsbaði og hrærið í blöndunni. Bætið rjóma smátt og smátt saman við.

3Bræðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og smá af karamellunni.

4Takið af hitanum og kælið.

5Gerið nú ísinn. Setjið rjómann og fræin úr vanillustöng í hrærivélaskál. Þeytið þar til hann er farinn að þykkjast eilítið.

6Setjið vel kælda mjólkina úr dós saman við ásamt vanilludropum saman við og þeytið þar til rjóminn er fullþeyttur.

7Setjið súkkulaðiblandan varlega saman við ísblönduna.

8Látið í form og frystið, helst í sólahring.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Jóla popp

Jólapopp með hvítu súkkulaði og piparkökum.

Konfekt marengstertu krans

Þessi konfekt marengsterta hentar fullkomlega á aðventunni.

SÚKKULAÐI “BROWNIES” MEÐ VANILLUSMJÖRKREMI

Súkkulaðikaka með vanillukremi.