Einfaldur og fljótlegur rjómaís - sá allra besti.

Uppskrift
Hráefni
1 dós niðursoðin mjólk
500 ml rjómi
1 vanillustöng
1 tsk vanilludropar
400 g Daim, ég nota 4 poka af Daimkurli
ca. 30-50 ml rjómi, notað til að bræða Daim
Leiðbeiningar
1
Kælið hráefnin vel fyrir notkun fyrir bestu útkomu.
2
Hitið Daim yfir vatnsbaði og hrærið í blöndunni. Bætið rjóma smátt og smátt saman við.
3
Bræðið þar til súkkulaðið hefur bráðnað og smá af karamellunni.
4
Takið af hitanum og kælið.
5
Gerið nú ísinn. Setjið rjómann og fræin úr vanillustöng í hrærivélaskál. Þeytið þar til hann er farinn að þykkjast eilítið.
6
Setjið vel kælda mjólkina úr dós saman við ásamt vanilludropum saman við og þeytið þar til rjóminn er fullþeyttur.
7
Setjið súkkulaðiblandan varlega saman við ísblönduna.
8
Látið í form og frystið, helst í sólahring.
Uppskrift frá GRGS.
MatreiðslaEftirréttir, ÍsTegundÍslenskt
Hráefni
1 dós niðursoðin mjólk
500 ml rjómi
1 vanillustöng
1 tsk vanilludropar
400 g Daim, ég nota 4 poka af Daimkurli
ca. 30-50 ml rjómi, notað til að bræða Daim