IMG_0988
IMG_0988

Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurli

  ,   

desember 8, 2017

Tryllt góðir sælgætisbitar.

Hráefni

100 g möndlur

1 msk ólífuolía

1 tsk sjávarsalt

100 g rjómasúkkulaði

50 g dökkt súkkulaði

1 poki Daim kurl

4 dl Rice Krispies

Leiðbeiningar

1Blandið möndlum, ólífuolíu og sjávarsalti saman og hellið á bökunarplötu með smjörpappír. Ristið möndlurnar í 200°c heitum ofni í um 7 mínútur.

2Bræðið rjómasúkkulaði og dökka súkkulaðið saman og kælið lítilega. Saxið daim og möndlur og bætið því ásamt ristuðu möndlunum og Rice Krispies saman við súkkulaðið. Blandið vel saman.

3Leggið smjörpappír í brauðform og hellið blöndunni þar í. Þrýstið vel niður.

4Setjið í frysti í um 30 mínútur og skerið síðan í bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í kæli.

5

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

IMG_9973-1024x683

Súkkulaðimuffins með rjómaostasúkkulaðikremi

Leitin að einföldum, fljótlegum en um leið virkilega bragðgóðum súkkulaðimuffins er lokið.

IMG_2169-1024x683

Döðlutrekant með fílakaramellukremi

Þessir geggjuðu nammibitareru frábærir sem nasl til að grípa í yfir daginn.