IMG_0988
IMG_0988

Heimagerðir hraunbitar með söltuðum möndlum og daimkurli

  ,   

desember 8, 2017

Tryllt góðir sælgætisbitar.

Hráefni

100 g möndlur

1 msk ólífuolía

1 tsk sjávarsalt

100 g rjómasúkkulaði

50 g dökkt súkkulaði

1 poki Daim kurl

4 dl Rice Krispies

Leiðbeiningar

1Blandið möndlum, ólífuolíu og sjávarsalti saman og hellið á bökunarplötu með smjörpappír. Ristið möndlurnar í 200°c heitum ofni í um 7 mínútur.

2Bræðið rjómasúkkulaði og dökka súkkulaðið saman og kælið lítilega. Saxið daim og möndlur og bætið því ásamt ristuðu möndlunum og Rice Krispies saman við súkkulaðið. Blandið vel saman.

3Leggið smjörpappír í brauðform og hellið blöndunni þar í. Þrýstið vel niður.

4Setjið í frysti í um 30 mínútur og skerið síðan í bita. Geymið í loftþéttum umbúðum í kæli.

5

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

MG_5782

Spínat og ostafylltar smjördeigsbollur

Þessar spínat og ostafylltu smjördeigsbollur eru hreint út sagt tryllt góðar!

MG_8646-819x1024

Örlítið hollari súkkulaðibita kökur

Góðar súkkulaðibita kökur eins og þær eiga að vera, nema úr örlítið hollari innihaldsefnum, fullkomið ef þú spyrð mig!

Processed with VSCO with  preset

Algjörlega ótrúlegir kókosbitar

Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.