Heimagerðar rjómakaramellur með Tyrkisk Peber

  ,   

nóvember 20, 2019

Jólakonfekt með Tyrkisk Peber.

Hráefni

3 dl rjómi

3 dl sykur

2 dl ljóst síróp

100 g Milka súkkulaði, saxað

0,5 tsk edik

100 g smjör

10 stk Tyrkisk Peber, muldir smátt

Leiðbeiningar

1Blandið rjóma, sykri og sírópi saman í pott og látið sjóða í 15-20 mínútur eða þar til blandan hefur náð 122 gráðum.

2Takið af hellunni og bætið súkkulaði, ediki og smjöri saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

3Bætið þá brjóstsykrinum saman við og hrærið lítillega en ekki of mikið því við viljum ekki að hann bráðni alveg.

4Setjið í 20 x 20 cm form með smjörpappír og kælið þar til karamellan er orðin nægilega hörð til að skera í bita. Það er gaman að strá smá flórsykri yfir bitana.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Meinhollar súkkulaðimuffins

Það er frábært að leyfa börnunum að spreyta sig á þessum kökum.

Æðisgengilega góðar Tyrkisk Peber og Dumle smákökur

Dumle bitarnir bráðna um kökuna og gera hana einstaklega klístraða á meðan Tyrkisk Peber molarnir koma með sitt einkennadi bragð í kökurnar sem enginn getur staðist!

Lakkrístoppar með hvítu Toblerone

Ef þið hélduð að lakkrístoppar gætu ekki orðið betri þá verðið þið að prófa lakkrístoppa með hvítu Toblerone!