fbpx

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Ef þú hefur ekki prófað að gera heimagerða möndlumjólk þá ertu að missa af! Ég bara elska hvað þetta er einfalt og hvað hún verður creamy og góð. Yfirleitt hef ég verið að gera sæta kanilmjólk en stundum er skemmtilegt að leika sér með önnur brögð. Hér erum við með jarðaberja og vanillumjólk. Hún kemur skemmtilega á óvart og minnir svolítið á Power shake á Joe and the Juice fyrir þá sem hafa einhvertíman smakkað hann (hann er ekki vegan). Hún er góð ein og sér en líka skemmtileg til að nota í chiagrautinn, útá hafra- eða grjónagraut, í smoothieinn eða útí te, kamillute með jarðaberjamjólk er algjört nammi.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Mjólkurgrunnur
 200 g möndlur, þ.e. einn poki frá Rapunzel
 2 stk stórar ferskar medjool döðlur eða 4 litlar ferskar venjulegar
 1 l vatn
 hnífsoddur salt
Bragðsetning
  tsk hreint vanilluduft, ég er að nota frá Rapunzel
 8 stk jarðarber

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggja möndlurnar í bleyti yfir nótt (eða 8 tíma). Þegar möndlurnar hafa legið í bleyti í c.a 8 tíma er vatninu helt af og möndlurnar skolaðar.

2

Möndlurnar ásamt steinhreinsuðum döðlum, vatni og salti er komið fyrir í blandara og blandað vel.

3

Notið nú síjuklút til að síja mjólkina frá hratinu og setjið mjókina aftur í blandarann.

4

Bætið nú skoluðum jarðaberjum og vanillu útí og blandið aftur vel þar til orðin silkimjúk og freiðandi sæt jarðaberjamjólk.

5

Komið mjólkinni fyrir í loftþétta krukku og geymið í ísskáp, hún geymist í 2 daga eftir að jarðaberjunum hefur verið bætt í. Grunnurinn geymist í 4-5 daga.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Mjólkurgrunnur
 200 g möndlur, þ.e. einn poki frá Rapunzel
 2 stk stórar ferskar medjool döðlur eða 4 litlar ferskar venjulegar
 1 l vatn
 hnífsoddur salt
Bragðsetning
  tsk hreint vanilluduft, ég er að nota frá Rapunzel
 8 stk jarðarber

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að leggja möndlurnar í bleyti yfir nótt (eða 8 tíma). Þegar möndlurnar hafa legið í bleyti í c.a 8 tíma er vatninu helt af og möndlurnar skolaðar.

2

Möndlurnar ásamt steinhreinsuðum döðlum, vatni og salti er komið fyrir í blandara og blandað vel.

3

Notið nú síjuklút til að síja mjólkina frá hratinu og setjið mjókina aftur í blandarann.

4

Bætið nú skoluðum jarðaberjum og vanillu útí og blandið aftur vel þar til orðin silkimjúk og freiðandi sæt jarðaberjamjólk.

5

Komið mjólkinni fyrir í loftþétta krukku og geymið í ísskáp, hún geymist í 2 daga eftir að jarðaberjunum hefur verið bætt í. Grunnurinn geymist í 4-5 daga.

Verði ykkur að góðu.

Heimagerð jarðaberjamöndlumjólk með vanillu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Bleikur engifer chaga latteBleikur október stendur yfir en bleikur október er herferð þar sem vakin er athygli á brjóstakrabbameini og margir verslunaraðilar leggja…