fbpx

Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum

Árstíðin sem kallar á matmiklar súpur og pottrétti er gengin í garð. Þetta má kannski kalla súpu en því lengur sem hún stendur í pottinum verður hún að pottrétti þar sem linsurnar halda áfram að draga í sig vökvann. Grænar linsur eru ótrúlega skemmtilegar því þær halda forminu sínu og verða ekki að mauki. Þær er því líka hægt að nota í köld salöt. Hér erum við með algjöran hversdagspottrétt og algjör bónus að hráefnið er ódýrt, mettandi og að sjálfsögðu nærandi sem kannski skiptir öllu máli. Það sem skemmtilegra er að grunnuppskriftin býður uppá breytilega krydd möguleika. Hér erum við með sæt indversk krydd en kartöflur, hvítlaukur og steinselja passa líka einstaklega vel við grísk eða ítölsk krydd svo ég mæli með að prófa sig áfram eftir skapi dagsins og leika sér aðeins með krydd. Er uppskriftin barnvæn? Þegar það kemur að mat þá er “barnvænt” mjög afstætt hugtak. Á mínu heimili er hún það, hver veit nema hún sé það líka á þínu heimili. Færslan er unnin í samstarfi við Rapunzel á íslandi. Grænu lífrænu linsurnar frá Rapunzel halda formi sínu við suðu svo þær eru líka frábærar í t.d. kalt linsusalat, einnig er hægt að spíra þær!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Grunnur (fyrir 4)
 1 msk ólífuolía
 1 tsk broddkúmen
 2 stk lárviðarlauf
 1 stk gulur laukur
 3 stk hvítlauksrif
 600 g kartöflur
 2 msk jurtakraftur, ég nota lífrænan og gerlausan frá Rapunzel
 1,60 l vatn
 3 dl lífrænar grænar linsur frá Rapunzel
 100 g spínat
 100 g grænkál
 30 g steinselja
 jurtasalt
Krydd
 ½ tsk garamasala
 1 tsk indversk krarrý
  tsk kanill

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita olíu í potti við vægan hita og bætið svo broddkúmeni og lárviðarlaufi útí.

2

Þegar broddkúmenið byrjar aðeins að skoppa til í pottinum er söxuðum lauknum, rifnum hvítlauk og smátt skornum kartöflum bætt útí pottinn.

3

Hrærið stanslaust í pottinum í smá stund.

4

Bætið vatninu, linsunum, jurtakrafti og kryddum* í pottinn og leyfið að malla á miðlungshita í ca 20 mínútur eða þar til linsurnar og kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
*Einnig er hægt að bíða með kryddin þar til eftir þetta skref ef þú vilt smakka og meta hvort þú viljir prófa þig áfram með önnur krydd.

5

Bætið nú smátt skornu grænkáli, spínati og steinselju útí pottinn og leyfið því að hitna og mýkjast í 1-2 mínútur.

6

Berið fram og njótið.

Verði ykkur að góðu.


MatreiðslaMatargerðMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

Grunnur (fyrir 4)
 1 msk ólífuolía
 1 tsk broddkúmen
 2 stk lárviðarlauf
 1 stk gulur laukur
 3 stk hvítlauksrif
 600 g kartöflur
 2 msk jurtakraftur, ég nota lífrænan og gerlausan frá Rapunzel
 1,60 l vatn
 3 dl lífrænar grænar linsur frá Rapunzel
 100 g spínat
 100 g grænkál
 30 g steinselja
 jurtasalt
Krydd
 ½ tsk garamasala
 1 tsk indversk krarrý
  tsk kanill

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að hita olíu í potti við vægan hita og bætið svo broddkúmeni og lárviðarlaufi útí.

2

Þegar broddkúmenið byrjar aðeins að skoppa til í pottinum er söxuðum lauknum, rifnum hvítlauk og smátt skornum kartöflum bætt útí pottinn.

3

Hrærið stanslaust í pottinum í smá stund.

4

Bætið vatninu, linsunum, jurtakrafti og kryddum* í pottinn og leyfið að malla á miðlungshita í ca 20 mínútur eða þar til linsurnar og kartöflurnar eru orðnar mjúkar.
*Einnig er hægt að bíða með kryddin þar til eftir þetta skref ef þú vilt smakka og meta hvort þú viljir prófa þig áfram með önnur krydd.

5

Bætið nú smátt skornu grænkáli, spínati og steinselju útí pottinn og leyfið því að hitna og mýkjast í 1-2 mínútur.

6

Berið fram og njótið.

Verði ykkur að góðu.

Haustlegur pottréttur með grænum linsum og kartöflum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…