Print Options:








Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu

Magn1 skammtur

Ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan og henta því vel þeim sem kjósa vegan lífsstíl sem og þeim sem hafa ofnæmi fyrir mjólkurvörum og eggjum.
Ég nota Oatly haframjólkina ásamt vegan smjöri og útkoman eru þvílíkt djúsí og góðar skonsur. Útkoman verður best ef smjörið er ískalt og mjólkin sömuleiðis. Þær eru góðar einar og sér eða með smá smjöri, með kaffi eða bara glasi af ískaldri Oatly haframjólk.

 2 bollar hveiti
 ½ bolli hrásykur
 1 msk lyftiduft
 ½ tsk sjávarsalt
 ½ tsk vanillukorn
 110 g ískalt vegan smjör
 ½ bolli ísköld Oatly haframjólk
 2 tsk vanilludropar
 ¾ bolli fersk bláber, það má nota frosin
 Perlusykur eða grófur hrásykur
1

Setjið þurrefni í skál og hrærið saman með gaffli.

2

Skerið vegan smjörið í teninga og setjið það saman við, stappið smjörið saman við með gaffli þar til það er orðið eins og mylsna í hveitinu.

3

Hellið haframjólkinni ásamt vanilludropum út í og blandið eins vel og hægt er með gafflinum. Setjð deigið á hreint borð og byrjið að hnoða varlega saman, það er þurrt til að byrja með. Þegar deigið er komið að mestu saman, blandið bláberjunum saman við og hnoðið áfram en þó eins lítið og hægt er svo smjörið hitni ekki um of.

4

Mótið deigið í hring um 20cm í þvermál og skerið í 8 sneiðar. Setjið þær á disk og kælið í 20 mín.

5

Hitið ofninn í 200°C blástur. Takið óbakaðar skonsurnar úr kæli og setjið á plötu klædda bökunarpappír, hafið mjög gott bil á milli, þær stækka vel. Penslið með haframjólk og dreifið perlusykri eða grófum hrásykri yfir.

6

Bakið í 25-30 mín eða þangað til þær eru orðnar gylltar að lit