Hauskúpu bollakökur

    

febrúar 5, 2021

Vanillu muffins með smjörkremi og uppáhalds namminu.

  • Fyrir: 30 stk

Hráefni

3 msk Cadbury kakó

125 g hveiti

100 g sykur

1/2 tsk vanillusykur

3/4 tsk matarsódi

Hnífsoddur salt

1 egg

75 g smjör, brætt

1,25 dl vatn

muffinsform

Krem

250 g smjör, mjúkt

500 g flórsykur

2 tsk vanilluduft

matarlitur, svartur og rauður

2 pokar BUBS hlaup, svart og rautt

Leiðbeiningar

1Hitið ofninn að 200°C.

2Sigtið þurrefnin saman í skál.

3Bætið eggi, smjöri og vatni saman við og hrærið vel.

4Setjið deigið í muffinsform og bakið í 18-20 mínútur.

Krem

1Hrærið smjöri og flórsykri saman.

2Bætið vanilludufti saman við.

3Skiptið kreminu jafnt í tvær skálar og bætið rauðum matarlit saman við kremið í annarri skálinni og svörtum við kremir í hinni.

4Setjið kremið varlega í sprautupoka þannig að hvor litur sé í sitthvorum helmingi pokans.

5Sprautið tvílituðu kreminu á bollakökurnar.

6Látið 1 stórt Bubs hlaup á hverja köku eða nokkur lítil.

Uppskrift frá Berglindi GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Vegan og sykurlaust „súkkulaði“ bananabrauð!

Dásamlegt Vegan og sykurlaust "súkkulaði" bananabrauð.