Fyrir marga er algerlega ómissandi að hafa waldorf salat með jólamatnum. Þá skiptir ekki öllu hvort aðalrétturinn er hamborgarhryggur, kalkúnn eða hnetusteik. Stökk, fersk eplin ásamt selleríi, vínberjum og hnetum fara þó sérstaklega vel með þyngri steikum og bragðmiklum aðalréttum og þannig verður til einhver samsetning sem erfitt er að toppa. Það er auðvitað ekki verra að það ótrúlega auðvelt að skella í salatið og það er snjallt að útbúa það daginn áður en á að bera það fram til að spara tíma. Við það verður það meira að segja enn betra!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að rista hneturnar við 180°C í um það bil 10 mínútur. Takið þær út úr ofninum og kælið.
Afhýðið og skerið eplin í litla bita. Setjið í skál ásamt hlynsírópi og sítrónusafa og veltið saman.
Skerið selleríið og vínberin í bita og setjið saman við eplin.
Stífþeytið rjómann og blandið saman við salatið ásamt majónesi. Stráið nokkrum saltkornum yfir.
Grófsaxið hneturnar, takið smávegis frá til skrauts og blandið restinni saman við. Kælið í að minnsta kosti 2 tíma.
Þegar bera á salatið er fram er gott að skreyta það með hnetunum og raspa dökkt súkkulaði yfir.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að rista hneturnar við 180°C í um það bil 10 mínútur. Takið þær út úr ofninum og kælið.
Afhýðið og skerið eplin í litla bita. Setjið í skál ásamt hlynsírópi og sítrónusafa og veltið saman.
Skerið selleríið og vínberin í bita og setjið saman við eplin.
Stífþeytið rjómann og blandið saman við salatið ásamt majónesi. Stráið nokkrum saltkornum yfir.
Grófsaxið hneturnar, takið smávegis frá til skrauts og blandið restinni saman við. Kælið í að minnsta kosti 2 tíma.
Þegar bera á salatið er fram er gott að skreyta það með hnetunum og raspa dökkt súkkulaði yfir.