Þessi sparilega terta er fullkomin fyrir alla unnendur kókoss og súkkulaðis. Það er smá bounty fílíngur í henni en á einhvern fágaðan hátt. Dúnmjúkir kókosbotnarnir fara einstaklega vel með þessu unaðslega súkkulaðikremi sem toppar allar aðrar súkkulaðikrems uppskriftir að mínu mati. Það er fínlegt kókosbragð af kreminu vegna kókoskremsins sem er í því og brædda dökka súkkulaðið gerir það algerlega fullkomið. Þessi drottning sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er yfir hátíðarnar. Kókoskremið frá Rapunzel er vegan og það er lítið mál að veganvæða uppskriftina. Þá er hægt að nota aquafaba í stað eggjanna, Oatly mjólk í stað mjólkurvaranna og vegan smjör í stað venjulegs smjörs.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur og smyrjið 3 stk. 20cm kringlótt form. Gott er að setja bökunarpappír í botninn til þess að koma í veg fyrir að botninn festist við.
Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og hrærið aðeins í með písk. Setjið til hliðar.
Setjið sykur, smjör og olíu saman í hrærivélaskál og þeytið vel, skafið niður á milli.
Bætið einni eggjahvítu saman við sykurblönduna í einu og þeytið vel á milli. Þeytið svo vel þegar allar eggjahvíturnar eru komnar saman við.
Setjið bragðdropa og súrmjólk saman við eggin og þeytið aðeins áfram.
Setjið nú helminginn af hveitinu og helminginn af mjólkinni út í og hrærið rólega. Endurtakið og hrærið bara rétt svo þangað til deigið er samfellt. Forðist að hræra það of mikið.
Skiptið deiginu jafnt á milli formanna þriggja, gott er að vigta í formin ef þið viljið vera alveg nákvæm.
Bakið botnana í 18-20 mín en þeir eru tilbúnir þegar prjóni sem stungið er í þá kemur hreinn út.
Kælið botnana aðeins í formunum en færið þá síðan á kökugrind til að kæla þá alveg.
Setjið smjör og kókoskrem í skál og þeytið vel saman.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og setjið til hliðar.
Setjið flórsykurinn, vanillu og rjóma saman við og þeytið vel í allavega 5 mín.
Setjið súkkulaðið saman við og þeytið í að minnsta kosti 5 mínútur í viðbót, skafið vel á milli.
Leggið einn botn á kökudisk og smyrjið vænu lagi af kremi yfir botninn og endurtakið þar til allir botnarnir hafa verið settir saman.
Smyrjið kreminu utan á og skafið hliðarnar og toppinn með spaða.
Setjið restina af kreminu í sprautupoka og notið þann stút sem ykkur finnst fallegastur. Ég notaði 2d frá Wilton.
Sprautið toppa á kökuna eftir smekk.
Saxið hvíta súkkulaðið og blandið við kókosmjölið. Pressið blöndunni upp að hliðum kökunnar að neðanverðu og dreifið aðeins ofan á.
Njótið!
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur og smyrjið 3 stk. 20cm kringlótt form. Gott er að setja bökunarpappír í botninn til þess að koma í veg fyrir að botninn festist við.
Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og hrærið aðeins í með písk. Setjið til hliðar.
Setjið sykur, smjör og olíu saman í hrærivélaskál og þeytið vel, skafið niður á milli.
Bætið einni eggjahvítu saman við sykurblönduna í einu og þeytið vel á milli. Þeytið svo vel þegar allar eggjahvíturnar eru komnar saman við.
Setjið bragðdropa og súrmjólk saman við eggin og þeytið aðeins áfram.
Setjið nú helminginn af hveitinu og helminginn af mjólkinni út í og hrærið rólega. Endurtakið og hrærið bara rétt svo þangað til deigið er samfellt. Forðist að hræra það of mikið.
Skiptið deiginu jafnt á milli formanna þriggja, gott er að vigta í formin ef þið viljið vera alveg nákvæm.
Bakið botnana í 18-20 mín en þeir eru tilbúnir þegar prjóni sem stungið er í þá kemur hreinn út.
Kælið botnana aðeins í formunum en færið þá síðan á kökugrind til að kæla þá alveg.
Setjið smjör og kókoskrem í skál og þeytið vel saman.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og setjið til hliðar.
Setjið flórsykurinn, vanillu og rjóma saman við og þeytið vel í allavega 5 mín.
Setjið súkkulaðið saman við og þeytið í að minnsta kosti 5 mínútur í viðbót, skafið vel á milli.
Leggið einn botn á kökudisk og smyrjið vænu lagi af kremi yfir botninn og endurtakið þar til allir botnarnir hafa verið settir saman.
Smyrjið kreminu utan á og skafið hliðarnar og toppinn með spaða.
Setjið restina af kreminu í sprautupoka og notið þann stút sem ykkur finnst fallegastur. Ég notaði 2d frá Wilton.
Sprautið toppa á kökuna eftir smekk.
Saxið hvíta súkkulaðið og blandið við kókosmjölið. Pressið blöndunni upp að hliðum kökunnar að neðanverðu og dreifið aðeins ofan á.
Njótið!