Ég elska piparmyntu ís en mér hefur oft fundist erfitt að ná rétta piparmyntubragðinu þegar ég geri hann heimalagaðan. í ákvað ég að reyna að finna lausn á því og prófa að nota ferska myntu ásamt piparmyntudropum og viti menn. Útkoman var alveg eins og ég vildi hafa ísinn, alveg eins og út úr ísbúð ef ekki bara betri. Þar sem ég vildi hafa allt hágæða hráefni í honum ákvað ég að nota hágæða lífrænt ræktað fyllt piparmyntu og karamellu súkkulaði í hann sem er algjört möst.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að setja 1 dl af soðnu vatni og 1 msk af sykri yfir 30 gr af myntulafum í skál en týnið laufin af stilknum fyrst. Gott er að gera þetta jafnvel kvöldinu áður og láta standa í kælir yfir nótt en ekki láta liggja styttra í bleyti en 30 mínútur
Byrjið svo á að gera ísinn með þvi að þeyta rjómann
Blandið svo vanilludropum og piparmyntudropum saman við niðursoðnu mjólkna og hrærið vel, ef þið viljið setja smá grænan matarlit er gott að setja hann einnig saman við niðursoðnu mjólkina
Takið þá myntuna og setjið í blandara ásamt vatninu og maukið þar til verður alveg að vökva nánast, setjið þá í fínt sigti og þrýstið vökvanum í gegn og leyfið sem mest af korginum að fara með gegnum sigtið og hendið svo restinni af korginum. Blandið sigtaða myntuvatninu saman við niðursoðnu mjólkina og hrærið vel saman
Þegar rjóminn er þeyttur bætið honum þá saman við niðursoðnu mjólkina í þrennu lagi og hrærið varlega á milli með sleikju þar til rjóminn og mjólkinn er vel blandað saman.
Bætið þá smátt skornu Rapunzel súkkulaðinu saman við ísblönduna og hrærið varlega saman með sleikju
Hellið svo í mót og frystið yfir nótt eða lágmark 8 klst
Hitið ofninn á 175 C°blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á
Takið hveitið svo út og kælið alveg en með því að baka hveitið er óhætt að borða hrátt deigið
Á meðan hveitið bakast hrærið þá saman mjúkt smjör, sykri og púðursykri í hrærivél þar til verður ljóst og vel blandað saman
Bætið næst kakó út í og hrærið áfram, svot eru vanilludropar og mjólk sett saman við og hrært ögn áfram
Hrærið saman kældu hveitinu og salti og bætið út í deigið og hrærið þar til allt er vel blandað samaní klístrað deig
Skerið svo Rapunzel fyllta myntusúkkulaðið niður og bætið saman við og hrærið ögn í vélinni
Þjappið svo deiginu í form sem er jafn stórt ísforminu og geymið í kælir
Gott er að taka brownie deigið út eins og 20 mínútum áður en á að setja ísinn á það svo það mýkjist
Þegar ísinn er tilbúin hvolfið honum þá yfir browniedeigið og berið fram
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að setja 1 dl af soðnu vatni og 1 msk af sykri yfir 30 gr af myntulafum í skál en týnið laufin af stilknum fyrst. Gott er að gera þetta jafnvel kvöldinu áður og láta standa í kælir yfir nótt en ekki láta liggja styttra í bleyti en 30 mínútur
Byrjið svo á að gera ísinn með þvi að þeyta rjómann
Blandið svo vanilludropum og piparmyntudropum saman við niðursoðnu mjólkna og hrærið vel, ef þið viljið setja smá grænan matarlit er gott að setja hann einnig saman við niðursoðnu mjólkina
Takið þá myntuna og setjið í blandara ásamt vatninu og maukið þar til verður alveg að vökva nánast, setjið þá í fínt sigti og þrýstið vökvanum í gegn og leyfið sem mest af korginum að fara með gegnum sigtið og hendið svo restinni af korginum. Blandið sigtaða myntuvatninu saman við niðursoðnu mjólkina og hrærið vel saman
Þegar rjóminn er þeyttur bætið honum þá saman við niðursoðnu mjólkina í þrennu lagi og hrærið varlega á milli með sleikju þar til rjóminn og mjólkinn er vel blandað saman.
Bætið þá smátt skornu Rapunzel súkkulaðinu saman við ísblönduna og hrærið varlega saman með sleikju
Hellið svo í mót og frystið yfir nótt eða lágmark 8 klst
Hitið ofninn á 175 C°blástur og bakið hveitið í 10 mín á bökunarplötu með bökunarpappír á
Takið hveitið svo út og kælið alveg en með því að baka hveitið er óhætt að borða hrátt deigið
Á meðan hveitið bakast hrærið þá saman mjúkt smjör, sykri og púðursykri í hrærivél þar til verður ljóst og vel blandað saman
Bætið næst kakó út í og hrærið áfram, svot eru vanilludropar og mjólk sett saman við og hrært ögn áfram
Hrærið saman kældu hveitinu og salti og bætið út í deigið og hrærið þar til allt er vel blandað samaní klístrað deig
Skerið svo Rapunzel fyllta myntusúkkulaðið niður og bætið saman við og hrærið ögn í vélinni
Þjappið svo deiginu í form sem er jafn stórt ísforminu og geymið í kælir
Gott er að taka brownie deigið út eins og 20 mínútum áður en á að setja ísinn á það svo það mýkjist
Þegar ísinn er tilbúin hvolfið honum þá yfir browniedeigið og berið fram