fbpx

Hægeldaður kjúklingur

Dásamlega safaríkur kjúklingur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 heill kjúklingur, ca. 1600 g (ég notaði frá Rose Poultry)
 Kalkúnakrydd
 50 g smjör
 1/2 dl sojasósa
 1 appelsína, skorin í báta
 1 heill hvítlaukur, afhýddur
 1 sæt kartafla, skorin í bita
 8 meðalstórar kartöflur
 1 fennika, skorin í bita
 1 lítil sellerírót, skorin í bita
 ca. 2 msk hveiti
 3 dl matreiðslurjómi
 rifsberjahlaup
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Bakarofn hitaður í 110 gráður við undir- og yfirhita. Kjúklingur er afþýddur, skolaður og þerraður. Þá er hann fylltur með appelsínubátum og hvítlauksrifum. Kjúklingurinn er settur í ofnpott. Smjör og sojasósa er brætt saman í potti og hellt yfir kjúklinginn og hann nuddaður vel á öllum hliðum upp úr smjörbráðinni og því næst kryddaður vel.

2

Þá er grænmeti raðað þétt í kringum kjúklinginn. Lokið er sett yfir ofnpottinn og hann settur inn í ofn við 110 gráður í um það bil 3 klukkustundir, +/- hálftíma, fer eftir stærð kjúklingsins. Gott er að nota kjöthitamæli og stinga honum djúpt milli bringu og læris, þar eldast fuglinn seinast. Þegar hitinn er kominn í ca. 70 gráður er lokið tekið af pottinum og hitinn hækkaður í 200 gráður í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur tekið fallegan lit.

3

Þá er ofnpotturinn tekinn úr ofninum og kjúklingurinn færður á disk undir álpappír. Grænmetið er veitt upp úr pottinum og vökvanum hellt í pott í gegnum sigti.

4

Vökvinn er látinn standa í pottinum um stund þar til fitan flýtur upp á yfirborðið. Þá er hún veidd af og pískuð saman við hveiti þar til blandan verður þykk. Suðan er látin koma upp á soðinu og hveitibollan pískuð saman við á meðan. Þá er rjómanum bætt út í og sósan látin malla þar til hún hefur þykknað passlega (við þörfum er hægt að nota sósujafnara og sósulit). Gott er að smakka sósuna til með rifsberjahlaupi og salti & pipar.


Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 heill kjúklingur, ca. 1600 g (ég notaði frá Rose Poultry)
 Kalkúnakrydd
 50 g smjör
 1/2 dl sojasósa
 1 appelsína, skorin í báta
 1 heill hvítlaukur, afhýddur
 1 sæt kartafla, skorin í bita
 8 meðalstórar kartöflur
 1 fennika, skorin í bita
 1 lítil sellerírót, skorin í bita
 ca. 2 msk hveiti
 3 dl matreiðslurjómi
 rifsberjahlaup
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Bakarofn hitaður í 110 gráður við undir- og yfirhita. Kjúklingur er afþýddur, skolaður og þerraður. Þá er hann fylltur með appelsínubátum og hvítlauksrifum. Kjúklingurinn er settur í ofnpott. Smjör og sojasósa er brætt saman í potti og hellt yfir kjúklinginn og hann nuddaður vel á öllum hliðum upp úr smjörbráðinni og því næst kryddaður vel.

2

Þá er grænmeti raðað þétt í kringum kjúklinginn. Lokið er sett yfir ofnpottinn og hann settur inn í ofn við 110 gráður í um það bil 3 klukkustundir, +/- hálftíma, fer eftir stærð kjúklingsins. Gott er að nota kjöthitamæli og stinga honum djúpt milli bringu og læris, þar eldast fuglinn seinast. Þegar hitinn er kominn í ca. 70 gráður er lokið tekið af pottinum og hitinn hækkaður í 200 gráður í ca. 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur tekið fallegan lit.

3

Þá er ofnpotturinn tekinn úr ofninum og kjúklingurinn færður á disk undir álpappír. Grænmetið er veitt upp úr pottinum og vökvanum hellt í pott í gegnum sigti.

4

Vökvinn er látinn standa í pottinum um stund þar til fitan flýtur upp á yfirborðið. Þá er hún veidd af og pískuð saman við hveiti þar til blandan verður þykk. Suðan er látin koma upp á soðinu og hveitibollan pískuð saman við á meðan. Þá er rjómanum bætt út í og sósan látin malla þar til hún hefur þykknað passlega (við þörfum er hægt að nota sósujafnara og sósulit). Gott er að smakka sósuna til með rifsberjahlaupi og salti & pipar.

Hægeldaður kjúklingur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…