Hægeldað nautakjöt með indverskri sósu.
Blandið öllum hráefnum fyrir karrýmaukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið.
Setjið hveiti á disk og bætið salti og pipar saman við. Skerið kjötið í munnbita og veltið upp úr hveitinu.
Hitið olíu á stórri pönnu eða í potti og brúnið kjötið (ágætt að skipta þessu niður í tvo hluta).
Lækkið hitann og bætið karrýmaukinu saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.
Setjið nautakraft í heitt vatn og hellið því saman við kjötið ásamt kókosmjólkinni.
Lækkið hitann og hægeldið í 1 klst og 30 mínútur. Bætið við nautasoði ef þörf er á.
Skerið kartöflurnar niður til helminga eða í fernt og bætið saman við. Sjóðið áfram í 20-30 mínútur.
Kreystið safa úr einni límónu og bætið saman við. Saxið kóríander og stráið yfir ásamt sneiðum af chilí.
Berið fram með hrísgrjónum og rajita.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki