Print Options:








Hægeldað indverskt nautakarrý

Magn1 skammtur

Hægeldað nautakjöt með indverskri sósu.

 2 msk olía frá Filippo Berio
 1 dl hveiti
 salt og pipar
 1 kg nautakjöt, t.d. nautafillet
 2 msk nautakraftur frá Oscar
 400 ml heitt vatn
 1 dós kókosmjólk frá Blue dragon
 500 g litlar kartöflur
 Safi úr 1 límónu
Karrýmauk frá grunni
 1 rauðlaukur, gróflega skorinn
 2-3 rauð chilí, gróflega söxuð
 2 tsk kóríanderkrydd
 2 tsk cumin (ekki kúmen)
 1/2 tsk kanill
 1/2 tsk hvítur pipar
 4-6 hvítlauksrif
 1 tsk rifið engifer
 3 tsk fiskisósa (fish sauce frá Blue dragon)
 1 tsk púðursykur
 3-4 stilkar af fersku kóríander
 1/2 tsk salt
Annað
 Hrísgrjón frá Tilda
 ferskt kóríander, saxað
 límóna, skorin í litla báta
1

Blandið öllum hráefnum fyrir karrýmaukið saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Geymið.

2

Setjið hveiti á disk og bætið salti og pipar saman við. Skerið kjötið í munnbita og veltið upp úr hveitinu.

3

Hitið olíu á stórri pönnu eða í potti og brúnið kjötið (ágætt að skipta þessu niður í tvo hluta).

4

Lækkið hitann og bætið karrýmaukinu saman við og steikið áfram í nokkrar mínútur.

5

Setjið nautakraft í heitt vatn og hellið því saman við kjötið ásamt kókosmjólkinni.

6

Lækkið hitann og hægeldið í 1 klst og 30 mínútur. Bætið við nautasoði ef þörf er á.

7

Skerið kartöflurnar niður til helminga eða í fernt og bætið saman við. Sjóðið áfram í 20-30 mínútur.

8

Kreystið safa úr einni límónu og bætið saman við. Saxið kóríander og stráið yfir ásamt sneiðum af chilí.

9

Berið fram með hrísgrjónum og rajita.