10402572_775610312478889_1279329524675756564_n
10402572_775610312478889_1279329524675756564_n

Gulrótasúpa með kókos, engifer og kræklingi.

  ,   

nóvember 27, 2015

Heit og ljúffeng gulrótasúpa með kókos, engifer og krækling.

Hráefni

3 gulrætur- skrældar og fín saxaðar

1 dós Blue Dragon kókosmjólk

300 ml vatn

1 tsk engifermauk (Blue Dragon minced ginger)

2 hvítlauksrif- fínt söxuð

½ skarlottulaukur

salt

1 límóna- safinn

1 msk Lehnsgaard sítrónuolía

1 msk ristaðar kókosflögur

5 stk soðinn kræklingur (Sælkerafiskur)

Leiðbeiningar

1Svitið gulrætur, engifermauk, skarlottulauk og hvítlauk í potti og hellið kókosmjólk og vatni út á. Látið malla við vægan hita þar til gulræturnar eru alveg meyrar.

2Setjið allt saman í matvinnsluvél og vinnið þar til súpan fær fallega áferð.

3Hitið kræklinginn varleg upp í potti með smá vatni, sem síðan hellist af og kryddið með salti.

4Berið kræklinginn fram í rjúkandi súpunni og skreytið með sítrónuolíunni og ristuðum kókosflögum.

Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

raekjukokteill (Medium)

Rækjukokteill

Klassískur rækjukokteill með chili mæjónesi.

lAX Á ASÍSKAN MÁTA

Lax á asískan máta

Fljótlegur og ljúffengur lax.

DSC05483 (Large)

Chili rækjusalat

Sælkerasalat með risarækjum og parmesanosti.