Gulrótasúpa með kókos, engifer og kræklingi.

  ,   

nóvember 27, 2015

Heit og ljúffeng gulrótasúpa með kókos, engifer og krækling.

Hráefni

3 gulrætur- skrældar og fín saxaðar

1 dós Blue Dragon kókosmjólk

300 ml vatn

1 tsk engifermauk (Blue Dragon minced ginger)

2 hvítlauksrif- fínt söxuð

½ skarlottulaukur

salt

1 límóna- safinn

1 msk Lehnsgaard sítrónuolía

1 msk ristaðar kókosflögur

5 stk soðinn kræklingur (Sælkerafiskur)

Leiðbeiningar

1Svitið gulrætur, engifermauk, skarlottulauk og hvítlauk í potti og hellið kókosmjólk og vatni út á. Látið malla við vægan hita þar til gulræturnar eru alveg meyrar.

2Setjið allt saman í matvinnsluvél og vinnið þar til súpan fær fallega áferð.

3Hitið kræklinginn varleg upp í potti með smá vatni, sem síðan hellist af og kryddið með salti.

4Berið kræklinginn fram í rjúkandi súpunni og skreytið með sítrónuolíunni og ristuðum kókosflögum.

Uppskrift frá Ólafi Ágústssyni úr Sælkerafiskur allt árið.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Ljúffengar og fljótlegar fiskibollur

Sælkera fiskibollur með TUC kexi og mangósósu.

Steikt hrísgrjón með risarækjum og tómatchilímauki

Girnilegur risarækjuréttur með spicy bragði.

Einfaldi laxinn sem matvandir elska

Grillaður lax með asísku ívafi.