Þetta eru mjúkir og ljúffengir bakaðir kleinuhringir með pekanhnetum, vermandi kryddum og ómótstæðilegu Philadelphia rjómaostakremi. Tekur enga stund að setja saman og smellpassar með kaffinu!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 175°C með yfir og undirhita
Pískið saman hveiti, matarsóda, lyftiduft, salt, kryddin, sykur og púðursykur í stórri skál.
Bætið olíunni út í skálina og hrærið saman með handþeytara. Bætið 1 eggi í einu út í og blandið vel saman. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið fræjunum út í skálina ásamt mjólkinni og hrærið vel saman.
Saxið pekanhnetur og bætið út í skálina ásamt gulrótum og blandið vel saman með sleikju.
Spreyið kleinuhringjaform (fást t.d. í Hagkaup eða Allt í köku) með matarolíu og fyllið hvert mót hálfa leið upp.
Bakið í miðjum ofni í 15 mín. Látið kólna smá áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.
Hrærið saman rjómaost og flórsykur með handþeytara. Bætið við rjóma þar til áferðin er orðin hentug til að dýfa kleinuhringjunum í eða smyrja kreminu á þá.
Saxið pekahnhnetur eða hvað sem ykkur listir og skreytið kleinuhringina.
Uppskrift frá Matur og myndir.
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofn í 175°C með yfir og undirhita
Pískið saman hveiti, matarsóda, lyftiduft, salt, kryddin, sykur og púðursykur í stórri skál.
Bætið olíunni út í skálina og hrærið saman með handþeytara. Bætið 1 eggi í einu út í og blandið vel saman. Skerið vanillustöngina í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið fræjunum út í skálina ásamt mjólkinni og hrærið vel saman.
Saxið pekanhnetur og bætið út í skálina ásamt gulrótum og blandið vel saman með sleikju.
Spreyið kleinuhringjaform (fást t.d. í Hagkaup eða Allt í köku) með matarolíu og fyllið hvert mót hálfa leið upp.
Bakið í miðjum ofni í 15 mín. Látið kólna smá áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.
Hrærið saman rjómaost og flórsykur með handþeytara. Bætið við rjóma þar til áferðin er orðin hentug til að dýfa kleinuhringjunum í eða smyrja kreminu á þá.
Saxið pekahnhnetur eða hvað sem ykkur listir og skreytið kleinuhringina.