fbpx

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Kökurnar eru dúnmjúkar að innan og rjómaostakremið er dásamlega gott, toppað með pekanhnetum sem gera kökurnar ennþá betri.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 dl rifnar gulrætur
 2 egg
 1 tsk vanilludropar
 1 ½ dl ólífuolía
 2 ½ dl hveiti
 ½ tsk matarsódi
 ½ tsk lyftiduft
 ¼ tsk salt
 1 tsk kanill
 ¼ tsk engifer, ¼ tsk múskat, ¼ tsk negull
 1 dl púðursykur
 ½ dl sykur
 5-7 stk smátt saxaðar pekanhnetur
 12 bollakökuform
Rjómaostakrem
 110 g smjör við stofuhita
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 tsk vanilludropar
 7-8 dl flórsykur

Leiðbeiningar

1

Rífið gulræturnar smátt.

2

Pískið eggin og blandið þeim saman við gulrætur, ólífuolíu og vanilludropa.

3

Blandið restinni saman við.

4

Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur við 180°C. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar.

5

Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.

6

Kælið kökurnar í 10-15 mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á kökurnar eftir smekk.

7

Dreifið smátt söxuðum pekanhnetum eftir smekk og njótið.

Rjómaostakrem
8

Hærið rjómaosti, smjöri og vanilludropum saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til að blandan verður „flöffý“.

9

Bætið flórsykri útí í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman. Bætið meiri flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.


Uppskrift eftir Hildi Rut hjá trendnet.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 dl rifnar gulrætur
 2 egg
 1 tsk vanilludropar
 1 ½ dl ólífuolía
 2 ½ dl hveiti
 ½ tsk matarsódi
 ½ tsk lyftiduft
 ¼ tsk salt
 1 tsk kanill
 ¼ tsk engifer, ¼ tsk múskat, ¼ tsk negull
 1 dl púðursykur
 ½ dl sykur
 5-7 stk smátt saxaðar pekanhnetur
 12 bollakökuform
Rjómaostakrem
 110 g smjör við stofuhita
 1 pkn Philadelphia rjómaostur
 1 tsk vanilludropar
 7-8 dl flórsykur

Leiðbeiningar

1

Rífið gulræturnar smátt.

2

Pískið eggin og blandið þeim saman við gulrætur, ólífuolíu og vanilludropa.

3

Blandið restinni saman við.

4

Dreifið deiginu jafnt í bollakökuformin og bakið í 18-20 mínútur við 180°C. Mér finnst gott að stinga í þær með tannstöngli til að sjá hvort að þær eru fullbakaðar.

5

Á meðan kökurnar eru að bakast þá er gott að útbúa kremið.

6

Kælið kökurnar í 10-15 mínútur. Setjið kremið í sprautupoka og dreifið ofan á kökurnar eftir smekk.

7

Dreifið smátt söxuðum pekanhnetum eftir smekk og njótið.

Rjómaostakrem
8

Hærið rjómaosti, smjöri og vanilludropum saman í hrærivél á hröðustu stillingu þar til að blandan verður „flöffý“.

9

Bætið flórsykri útí í nokkrum skömmtum og hrærið rólega saman. Bætið meiri flórsykri saman við ef ykkur finnst það þurfa.

Gulrótarbollakökur með rjómaostakremi

Aðrar spennandi uppskriftir