fbpx

Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur

Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk. Ég nota Oatly ikaffe mjólkina mikið í mjólkurlausan bakstur og nota hana einmitt hér. Ikaffe týpan er meira creamy og gerir allt extra gott. Það er alveg af og frá að hún sé eingöngu til þess að flóa í kaffi þó hún sé vissulega framúrskarandi í kaffið. Prófið að skipta þessari venjulegu út fyrir Oatly ikaffe og þið eigið ekki eftir að finna neinn mun nema til hins betra!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g brauðhveiti
 300 g heilhveiti
 2 tsk salt
 5 tsk þurrger
 100 g vegan smjör + smá til að pensla með
 600 ml Oatly ikaffe haframjólk
 rifinn veganostur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Setjið öll þurrefni í hrærivélaskál

2

Bræðið vegan smjörið í potti og þegar það er bráðið hellið haframjólkinni í pottinn og hitið að 37°C

3

Hellið mjólkurblöndunni varlega saman við þurrefnin á meðan hrærivélin gengur með hnoðaranum. Látið hrærivélina hnoða deigið rólega í nokkrar mínútur.

4

Takið skálina frá hrærivélinni og mótið deigið í kúlu. Setjið plastfilmu eða baðhettu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í 40 mín.

5

Þegar fyrri hefun er lokið, setjið þá bökunarpappír á 2 ofnplötur. Mér finnst best að vigta í bollurnar svo þær séu allar að svipaðri stærð. Ég vigta hérna hverja um 55g og rúlla þær í kúlu með kúptum lófa.

6

Hitið ofninn í 50°C og úðið að innan með vatni. Úðið aðeins vatni yfir bollurnar líka og setjið inn í ofninn. Hefið í ofninum í 30 mín. Þegar seinni hefun er lokið pensla ég bollurnar með bræddu vegan smjöri og strái rifnum veganosti eftir smekk yfir.

7

Takið plöturnar úr ofninum að þeim tíma liðnum og hitið ofninn í 220°C blástur. Þegar ofninn hefur náð þeim hita, setjið þá plöturnar inn og bakið bollurnar í 18-20 mín.

8

Bestar volgar með vegan viðbiti, osti, sultu eða jafnvel hummus!


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g brauðhveiti
 300 g heilhveiti
 2 tsk salt
 5 tsk þurrger
 100 g vegan smjör + smá til að pensla með
 600 ml Oatly ikaffe haframjólk
 rifinn veganostur eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Setjið öll þurrefni í hrærivélaskál

2

Bræðið vegan smjörið í potti og þegar það er bráðið hellið haframjólkinni í pottinn og hitið að 37°C

3

Hellið mjólkurblöndunni varlega saman við þurrefnin á meðan hrærivélin gengur með hnoðaranum. Látið hrærivélina hnoða deigið rólega í nokkrar mínútur.

4

Takið skálina frá hrærivélinni og mótið deigið í kúlu. Setjið plastfilmu eða baðhettu yfir skálina og látið hefast á hlýjum stað í 40 mín.

5

Þegar fyrri hefun er lokið, setjið þá bökunarpappír á 2 ofnplötur. Mér finnst best að vigta í bollurnar svo þær séu allar að svipaðri stærð. Ég vigta hérna hverja um 55g og rúlla þær í kúlu með kúptum lófa.

6

Hitið ofninn í 50°C og úðið að innan með vatni. Úðið aðeins vatni yfir bollurnar líka og setjið inn í ofninn. Hefið í ofninum í 30 mín. Þegar seinni hefun er lokið pensla ég bollurnar með bræddu vegan smjöri og strái rifnum veganosti eftir smekk yfir.

7

Takið plöturnar úr ofninum að þeim tíma liðnum og hitið ofninn í 220°C blástur. Þegar ofninn hefur náð þeim hita, setjið þá plöturnar inn og bakið bollurnar í 18-20 mín.

8

Bestar volgar með vegan viðbiti, osti, sultu eða jafnvel hummus!

Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur

Aðrar spennandi uppskriftir