fbpx

Guðdómleg Oreo ostakaka

Einstaklega góð ostakaka með Oreo kexkökum og Philadelphia rjómaosti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Botn
 1 ½ pakki súkkulaði Oreo kex
Ostakaka
 200gr suðusúkkulaði
 50ml rjómi
 500 ml þeyttur rjómi
 300gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanilludropar
 ½-1 pk Oreo kex – gróft mulið (með kökukefli)
Skraut
 300ml þeyttur rjómi
 Oreo kex (heil til að stinga í)

Leiðbeiningar

1

Myljið kexið sem fer í botninn fínt niður í matvinnsluvél/blandara og geymið.

2

Bræðið saman suðusúkkulaði og rjóma og kælið á meðan þið útbúið ostakökuna sjálfa.

3

Þeytið 500ml af rjóma og setjið til hliðar á meðan þið þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa.

4

Vefjið því næst um 1/3 af rjómanum við ostablönduna varlega með sleif og svo allri restinni.

5

Skiptið ostablöndunni niður í 3 skálar, um helmingur fer í eina og svo c.a ¼ og ¼ í næstu tvær.

6

Hrærið gróft mulda Oreo kexinu saman við helminginn af blöndunni.

7

Geymið ¼ (til að hafa hvítt lag).

8

Hellið kældu súkkulaðiblöndunni saman við ¼ og vefjið vel saman – kælið áfram.

Samsetning
9

Setjið um 2 kúfaðar teskeiðar af Oreo mylsnu í botninn á hverju glasi (fer í 10-12 glös eftir stærð).

10

Setjið ¼ hvíta hlutann í sprautupoka/zip-lock og skiptið jafnt á milli glasanna. Þetta er frekar þunnt lag og gott að ýta því að köntum glassins þegar búið er að skipta á milli á sem snyrtilegastan hátt.

11

Sprautið því næst blöndunni með gróft mulda Oreo kexinu á milli glasanna og sléttið úr líkt og með hvíta svo það fylli vel út í hliðar glassins (þetta laga amk helmingi þykkara en það hvíta).

12

Hellið súkkulaði-ostablöndunni yfir síðasta lag og er hún svipað þykk og hvíta lagið (súkkulaðiblandan er þó töluvert meira fljótandi en hinar tvær).

13

Kælið þar til súkkulaðiblandan tekur sig (2-3 klst eða yfir nótt)

14

Þeytið 300ml af rjóma og setjið í sprautupoka/zip-lock, sprautið í spíral sem skraut á hverja ostaköku og stingið Oreo kexi í hliðina.


Uppskrift frá Berglindi á Gotterí og gersemar.

DeilaTístaVista

Hráefni

Botn
 1 ½ pakki súkkulaði Oreo kex
Ostakaka
 200gr suðusúkkulaði
 50ml rjómi
 500 ml þeyttur rjómi
 300gr Philadelphia rjómaostur (við stofuhita)
 1,5 dl flórsykur
 2 tsk vanilludropar
 ½-1 pk Oreo kex – gróft mulið (með kökukefli)
Skraut
 300ml þeyttur rjómi
 Oreo kex (heil til að stinga í)

Leiðbeiningar

1

Myljið kexið sem fer í botninn fínt niður í matvinnsluvél/blandara og geymið.

2

Bræðið saman suðusúkkulaði og rjóma og kælið á meðan þið útbúið ostakökuna sjálfa.

3

Þeytið 500ml af rjóma og setjið til hliðar á meðan þið þeytið saman rjómaost, flórsykur og vanilludropa.

4

Vefjið því næst um 1/3 af rjómanum við ostablönduna varlega með sleif og svo allri restinni.

5

Skiptið ostablöndunni niður í 3 skálar, um helmingur fer í eina og svo c.a ¼ og ¼ í næstu tvær.

6

Hrærið gróft mulda Oreo kexinu saman við helminginn af blöndunni.

7

Geymið ¼ (til að hafa hvítt lag).

8

Hellið kældu súkkulaðiblöndunni saman við ¼ og vefjið vel saman – kælið áfram.

Samsetning
9

Setjið um 2 kúfaðar teskeiðar af Oreo mylsnu í botninn á hverju glasi (fer í 10-12 glös eftir stærð).

10

Setjið ¼ hvíta hlutann í sprautupoka/zip-lock og skiptið jafnt á milli glasanna. Þetta er frekar þunnt lag og gott að ýta því að köntum glassins þegar búið er að skipta á milli á sem snyrtilegastan hátt.

11

Sprautið því næst blöndunni með gróft mulda Oreo kexinu á milli glasanna og sléttið úr líkt og með hvíta svo það fylli vel út í hliðar glassins (þetta laga amk helmingi þykkara en það hvíta).

12

Hellið súkkulaði-ostablöndunni yfir síðasta lag og er hún svipað þykk og hvíta lagið (súkkulaðiblandan er þó töluvert meira fljótandi en hinar tvær).

13

Kælið þar til súkkulaðiblandan tekur sig (2-3 klst eða yfir nótt)

14

Þeytið 300ml af rjóma og setjið í sprautupoka/zip-lock, sprautið í spíral sem skraut á hverja ostaköku og stingið Oreo kexi í hliðina.

Guðdómleg Oreo ostakaka

Aðrar spennandi uppskriftir