Það er ekki algengt að sjá bakaðar ostakökur á íslenskum veisluborðum, mig grunar að það sé vegna þess að þær geta verið svolítið tímafrekar en afraksturinn er algjörlega stórkostlegur og alveg þess virði að dútla við gerð þeirra. Þessi er alveg hreint sjúkleg, í botninn nota ég hafrakexið frá Nairn‘s með saltkaramellunni. Fyllingin er klassísk vanillu ostakaka og á toppinn smyr ég heimagerðri saltkaramellu sem fátt toppar. Þið verðið að prófa þessa fyrir næstu veislu eða saumaklúbbana sem fara að hefja göngu sína aftur eftir gott sumarfrí!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur.
Myljið kexið smátt í matvinnsluvél eða setjið það í rennilásapoka og lemjið hann með kökukefli. Bræðið smjörið, setjið kexið í skál ásamt púðursykrinum og hellið smjörinu saman við og hrærið þar til blandan fer að minna á blautan sand.
Setjið bökunarpappír í botninn á 18cm smelluform. Þjappið kexblöndunni í botninn og aðeins upp á hliðarnar. Setjið inn í ofn og bakið í 10-12 mín. Takið út og kælið. Á meðan útbúið þið ostafyllinguna.
Setjið rjómaostinn í skál ásamt sykri og maizena mjöli og hrærið saman á rólegum hraða. Það þarf ekki að þeyta þetta saman.
Setjið því næst salt, vanilludropa og sýrðan rjóma og hrærið áfram á rólegum hraða.
Bætið einu eggi út í einu og hrærið vel á milli áður en þið bætið við næsta. Þegar blandan er klár hellið þið henni í formið og skellið því aðeins á borðið til að losa loftbólur.
Lækkið hitann á ofninum í 150°C.
Klæðið formið að utan með álpappír, helst þykkum eða tvöföldu lagi ef hann er þunnur. Við bökum ostakökuna í vatnsbaði og álpappírinn kemur í veg fyrir að vatn laumi sér inn í formið. Setjið formið í eldfast mót og hellið vatni í formið þannig að það nái 2-3 cm upp á formið.
Bakið ostakökuna í vatnsbaðinu í 1 klst og 20 mín. Hún á að brúnast aðeins að ofan en hún hreyfist aðeins til í forminu að tímanum liðnum en það er alveg eðlilegt. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina á honum og setjið sleif á milli. Leyfið kökunni að kólna í ofninum í 2 tíma.
Færið hana þá á kökugrind og kælið alveg. Setjið hana þá á disk og setjið í kæli yfir nótt.
Útbúið saltkaramelluna og hafið hana klára þegar bera á kökuna fram.
Færið kökuna á kökudisk og smyrjið góðu lagi af saltkaramellunni ofan á. Ég skreytti hana með muldu hafrakexi en þið getið alveg sleppt því eða notað annað skraut ef vill.
Setjið sykur og vatn í þykkbotna pott og bræðið sykurinn við miðlungs hita. Varist að hræra í sykrinum, hann hleypur þá í kekki. Best er að leyfa sykrinum alveg að bráðna í friði.
Þegar sykurinn er bráðinn og kominn fallega brúnn litur á hann hellið þið rjómanum saman við og hrærið þá rösklega þar til rjóminn samlagast sykrinum.
Bætið þá smjörinu og saltinu saman við og hrærið þar til karamellan er samlöguð. Setjið í hreina krukku og geymið í kæli.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 175°C blástur.
Myljið kexið smátt í matvinnsluvél eða setjið það í rennilásapoka og lemjið hann með kökukefli. Bræðið smjörið, setjið kexið í skál ásamt púðursykrinum og hellið smjörinu saman við og hrærið þar til blandan fer að minna á blautan sand.
Setjið bökunarpappír í botninn á 18cm smelluform. Þjappið kexblöndunni í botninn og aðeins upp á hliðarnar. Setjið inn í ofn og bakið í 10-12 mín. Takið út og kælið. Á meðan útbúið þið ostafyllinguna.
Setjið rjómaostinn í skál ásamt sykri og maizena mjöli og hrærið saman á rólegum hraða. Það þarf ekki að þeyta þetta saman.
Setjið því næst salt, vanilludropa og sýrðan rjóma og hrærið áfram á rólegum hraða.
Bætið einu eggi út í einu og hrærið vel á milli áður en þið bætið við næsta. Þegar blandan er klár hellið þið henni í formið og skellið því aðeins á borðið til að losa loftbólur.
Lækkið hitann á ofninum í 150°C.
Klæðið formið að utan með álpappír, helst þykkum eða tvöföldu lagi ef hann er þunnur. Við bökum ostakökuna í vatnsbaði og álpappírinn kemur í veg fyrir að vatn laumi sér inn í formið. Setjið formið í eldfast mót og hellið vatni í formið þannig að það nái 2-3 cm upp á formið.
Bakið ostakökuna í vatnsbaðinu í 1 klst og 20 mín. Hún á að brúnast aðeins að ofan en hún hreyfist aðeins til í forminu að tímanum liðnum en það er alveg eðlilegt. Slökkvið á ofninum, opnið hurðina á honum og setjið sleif á milli. Leyfið kökunni að kólna í ofninum í 2 tíma.
Færið hana þá á kökugrind og kælið alveg. Setjið hana þá á disk og setjið í kæli yfir nótt.
Útbúið saltkaramelluna og hafið hana klára þegar bera á kökuna fram.
Færið kökuna á kökudisk og smyrjið góðu lagi af saltkaramellunni ofan á. Ég skreytti hana með muldu hafrakexi en þið getið alveg sleppt því eða notað annað skraut ef vill.
Setjið sykur og vatn í þykkbotna pott og bræðið sykurinn við miðlungs hita. Varist að hræra í sykrinum, hann hleypur þá í kekki. Best er að leyfa sykrinum alveg að bráðna í friði.
Þegar sykurinn er bráðinn og kominn fallega brúnn litur á hann hellið þið rjómanum saman við og hrærið þá rösklega þar til rjóminn samlagast sykrinum.
Bætið þá smjörinu og saltinu saman við og hrærið þar til karamellan er samlöguð. Setjið í hreina krukku og geymið í kæli.