Safarík og bragðmikil kjúklingalæri, marinéruð í tælensku karríkryddi og grilluð þar til þau fá fallega gyllta skorpu. Borið fram með salthnetum, fersku kóríander og mildri hnetusósu – fullkomið fyrir þá sem elska ekta street food bragð!
Leggið grillpinna í bleyti a.m.k. 30 mín áður en elda á matinn.
Skerið kjúklingalærin í 3-4 bita (fer eftir stærð). Setjið í skál með olíu, salti og tælenskri karríblöndu. Blandið vel saman og látið marinerast í a.m.k. 30 mín.
Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
Setjið 1,5 dl af vatni ásamt svolitlu salti í lítinn pott og náið upp suðu. Bætið hrísgrjónum út í og lækkið hitann svo það rétt kraumi í vatninu. Látið malla undir loki í 13 mín, takið svo af hitanum og látið standa undir loki í 10 mín.
Þræðið kjúklinginn á spjótin og grillið á 200°C heitu grilli í 10-12 mín en snúið á 2 mín fresti.
Saxið hnetur, sneiðið rauðkál mjög þunnt, sneiðið chili, saxið kóríander og sneiðið agúrkur.
Pennslið kjúklingaspjótin með satay sósu og stráið því næst chili, kóríander og hnetum yfir.
Berið fram með auka satay sósu til hliðar.
Njótið með góðu rósavíni.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki