Print Options:








Grilluð naan loka með tandoori kjúklingi og mango chutney sósu

Magn1 skammtur

Þessi grillaða naan loka er dásamlegt tvist á indverskri matargerð. Ótrúlega fljótleg og bragðast dásamlega.

 2 Kjúklingabringur, eldaðar
 3 kúfaðar msk Tandoori spice marinade frá Patak's
 2 naan brauð með hvítlauk og kóríander frá Patak's
 Rifinn mozzarella
 1/2 þroskað avocado
 Rauð paprika í sneiðum
 Tómatur skorinn í sneiðar
 ólívuolía
 Sjávarsalt
Mango Chutney sósa
 2 msk mango chutney frá Patak's
 2 msk grísk jógúrt hrein
 Blandið saman í skál og hrærið, einfaldara getur það ekki verið!
1

Eldið bringurnar eða nýtið afganga. Rífið þær í sundur með 2 göfflum og hrærið Tandoori maríneringunni saman við.

2

Takið eitt naan brauð og snúið krydd hliðinni niður. Dreifið osti eftir smekk yfir brauðið. Dreifið kjúklingnum yfir ostinn. Þetta er rúmlegt magn af kjúklingi, ég skildi smá eftir.

3

Því næst raðið þið avocado, papriku og tómötum yfir og toppið með smá osti í lokin.

4

Lokið samlokunni með hinu naan brauðinu og setjið í mínútugrill.

5

Þegar samlokan hefur verið í grillinu í ca. 1-2 mín, opnið þið grillið og penslið samlokuna með ólífuolíu og stráið Maldon salti yfir.

6

Grillið þar til osturinn er bráðinn.

Mango Chutney sósa
7

Á meðan samlokan er í grillinu hrærum við í einföldustu og bestu sósuna. Passar fullkomlega með þessari samloku en reyndar einnig með flest öðru, fiski, kjúklingi, til að dýfa í...