Grilluð kjúklingabringa með BBQ sósu, hvítlauksosti og pepperoni

  

júlí 9, 2020

Grilluð kjúklingabringa með BBQ sósu, fyllt með hvítlauksosti og toppuð með pepperoni

  • Fyrir: 4

Hráefni

Kjúklingabringur

4 Rose Poultry kjúklingabringur

1 dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

1 dl Caj P Grillolía Orginal

½ dl Filippo Berio ólífuolía

Hálfur hvítlauksostur

12 pepperoni sneiðar eða sirka 3 á bringu

Meðlæti: Grillaður ananas

1dl Hunt´s Sweet BBQ sósa

1 msk púðursykur

1 ½ tsk sjávarsalt

Leiðbeiningar

Kjúklingabringur

1Hrærið saman BBQ sósu, grillolíu og ólífuolíunni þar til marineringin hefur blandast vel saman.

2Hellið yfir kjúklingabringurnar og látið marinerast í a.m.k. 30 mín eða yfir nótt.

3Skerið niður osti í langar sneiðar og skerið svo rauf í bringunar og troðið ostinum ofan í.

4Grillið á heitu grilli í 5 mínútur, lækkið undir eða setjið á efri grind í 5-10 mínútur og raðið pepperoni sneiðum á grillið og leggjið svo ofan á bringurnar þegar það er oðrð stökkt (ath. það er mjög fljótt að grillast)

Meðlæti: Grillaður ananas

1Takið utan af ferskum ananas og skerið hann í sneiðar, pennslið með BBQ sósu eða veltið honum uppúr í skál og stráið smá púðursykri yfir (má sleppa).

2Grillið ananasinn í sirka 4 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin mjúkur og farin að brúnast.

3Stráið sjávarsalti yfir áður en hann er borin fram.

Uppskrift frá Aðalheiði á heidiola.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Djúsí rjómapasta á grillinu

Rjómalagað pasta með grilluðum kjúkling.

Kjúklinga og grænmetis grillspjót

Kjúklingaspjót í sinneps-og hvítlauks kryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi frá Heinz.

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu

Grillaðar risarækjur í klístraðri hvítlauks hunangs sósu sem þú átt eftir að elska!