Ómótstæðileg grilluð humarpizza.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir.
Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum.
Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.
Hráefni
Leiðbeiningar
Rífið álpappír svo passi undir tortillaköku. Spreyið álpappírinn með PAM og stráið vel af maldon salti og pipar yfir. Leggið tortillu yfir. Bræðið smjör í potti og blandið saman við pressað hvítlauksrif. Penslið hvítlaukssmjörinu yfir tortillabotninn og stráið 2 msk af fínrifnum parmesan yfir.
Hakkið plómutómata og látið leka af þeim í gegnum sigti. Leggið hökkuðu tómatana yfir parmesan ostinn og setjið basiliku sem hefur verið skorin/klippt í ræmur yfir. Skolið og þerrið humarinn og setjið hann yfir tómatana. Stráið 1 msk af parmesan yfir, þar eftir 2 lúkum af pizza osti og að lokum ferskum mozzarellabitum.
Grillið þar til osturinn er bráðnaður og botninn stökkur.