fbpx

Grilluð grænmetispizza

Gómsæt pizza stútfull af næringaríku grænmeti.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 matskeiðar Filippo Berio ólífuolía
 4 teskeiðar Original TABASCO® brand Pepper Sauce
 ½ teskeið salt
 1 hvítlauksgeiri, kraminn
 1 eggaldin, skorið í 1 cm þykkar sneiðar
 1 portabello sveppur
 1 kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 1 gul paprika, skorin í 1 cm þykkar sneiðar
 1 rauðlaukur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 ½ bolli kirsuberjatómatar, hver skorinn í tvennt
 ½ bolli feta ostur
 2 tilbúin pizzadeig

Leiðbeiningar

1

Hitið grillið.

2

Blandið saman ólífuolíunni, TABASCO® sósunni, saltinu og hvítlauknum í litla skál. Penslið grænmetið með olíu blöndunni.

3

Grillið eggaldinið, sveppinn, kúrbítinn, paprikuna og laukinn í um það bil 5 mínútur, penslið grænmetið og snúið alla vega einu sinni.

4

Takið grænmetið af grillinu og látið kólna. Þegar grænmetið hefur kólnað, skerið það þá í minni bita.

5

Rúllið sitt hvoru pizzadeiginu út í ca 25 cm hring.

6

Setjið pizzadeigin á þar til gerða pizzagrill grind eða pizzagrillstein.

7

Penslið pizzadeigin með olíublöndunni og setjið grænmetið á pizzadeigin.

8

Dreifið fetaostinum yfir grænmetið.

9

Setjið pizzurnar á grillið og grillið pizzurnar þar til fetaosturinn er byrjaður að bráðna, þá eru pizzurnar tilbúnar.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 matskeiðar Filippo Berio ólífuolía
 4 teskeiðar Original TABASCO® brand Pepper Sauce
 ½ teskeið salt
 1 hvítlauksgeiri, kraminn
 1 eggaldin, skorið í 1 cm þykkar sneiðar
 1 portabello sveppur
 1 kúrbítur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 1 gul paprika, skorin í 1 cm þykkar sneiðar
 1 rauðlaukur, skorinn í 1 cm þykkar sneiðar
 ½ bolli kirsuberjatómatar, hver skorinn í tvennt
 ½ bolli feta ostur
 2 tilbúin pizzadeig

Leiðbeiningar

1

Hitið grillið.

2

Blandið saman ólífuolíunni, TABASCO® sósunni, saltinu og hvítlauknum í litla skál. Penslið grænmetið með olíu blöndunni.

3

Grillið eggaldinið, sveppinn, kúrbítinn, paprikuna og laukinn í um það bil 5 mínútur, penslið grænmetið og snúið alla vega einu sinni.

4

Takið grænmetið af grillinu og látið kólna. Þegar grænmetið hefur kólnað, skerið það þá í minni bita.

5

Rúllið sitt hvoru pizzadeiginu út í ca 25 cm hring.

6

Setjið pizzadeigin á þar til gerða pizzagrill grind eða pizzagrillstein.

7

Penslið pizzadeigin með olíublöndunni og setjið grænmetið á pizzadeigin.

8

Dreifið fetaostinum yfir grænmetið.

9

Setjið pizzurnar á grillið og grillið pizzurnar þar til fetaosturinn er byrjaður að bráðna, þá eru pizzurnar tilbúnar.

Grilluð grænmetispizza

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…