Æðisleg grilluð bleikja í lime Caj P með wasabi sætkartöflumús og salat með grænpipar Tabasco dressingu.
Hreinsið og skolið bleikjuna, þerrið og setjið í fat.
Hellið Caj P yfir og veltið upp úr.
Látið liggja í amk 3 klst í kæli.
Hitið grill pönnu vel, byrjið á að grilla á roðinu í 2-3 mínútur og snúið við og eldið í 2-3 mínútur eftir þykkt á bleikjunni.
Saltið með góður sjávarsalti.
Bakið sætu kartöflurnar í ofni við 180 gráður î klst.
Takið hýðið af sætukartöflunum og setjið kartöflurnar í pott ásamt rjómaosti og wasabi dufti .
Hrærið saman við vægan hita .
Bætið smjöri saman við og smakkið til með salti og pipar.
Öllu pískað vel saman.
Saxað niður eftir hentugleika og dressingu bætt út á.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki