fbpx

Grillaður maís með rjómaostasmyrju

Eftir að maður byrjar að borða ferskan maís þá er nefnilega ekki aftur snúið skal ég segja ykkur, þetta er hreinlega ekki það sama og frosinn maís!

Magn6 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 6 stk ferskur maís
 230 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
 30 g rifinn parmesan ostur
 1 msk lime
 1 tsk Tabasco sósa
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk papríkuduft
 ¼ tsk chili flögur
 Salt og pipar eftir smekk
 smá smjör til penslunar
 ferskur kóríander til að strá yfir í lokin

Leiðbeiningar

1

Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn.

2

Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri.

3

Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni.

4

Grillið í stutta stund á öllum hliðum.

5

Toppið síðan með vel af rjómaostasmyrju, parmesan og smá chilliflögum ef þið þorið.


DeilaTístaVista

Hráefni

 6 stk ferskur maís
 230 g Philadelphia rjómaostur með graslauk
 30 g rifinn parmesan ostur
 1 msk lime
 1 tsk Tabasco sósa
 ½ tsk hvítlauksduft
 ½ tsk papríkuduft
 ¼ tsk chili flögur
 Salt og pipar eftir smekk
 smá smjör til penslunar
 ferskur kóríander til að strá yfir í lokin

Leiðbeiningar

1

Sjóðið maísinn og hitið grillið í botn.

2

Hrærið öllu öðru saman nema kóríander og smjöri.

3

Takið maísinn upp úr pottinum þegar hann er tilbúinn, makið á hann vel af smjöri og smyrjið með þunnu lagi af rjómaostasmyrjunni.

4

Grillið í stutta stund á öllum hliðum.

5

Toppið síðan með vel af rjómaostasmyrju, parmesan og smá chilliflögum ef þið þorið.

Grillaður maís með rjómaostasmyrju