Kjúklingaréttur sem vekur lukku hjá öllum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Allt í toppnum sett í matvinnsluvél og unnið saman í grófan massa. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá er hægt að nota töfrasprota eða hreinlega hakka allt vel saman með góðum hníf.
Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Rífið álpappír í um það bil stærðinni 30 x 45 cm og spreyið með PAM. Athugið að í einn álpappírspakka fer ein kjúklingabringa, þannig að það er 1 pakki á mann. Leggið kjúklingabringuna í miðjan álpappírinn og saltið og piprið. Setjið 2 msk af pestói yfir bringuna og síðan 3 msk af ólífuhrærunni. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur. Takið af grillinu, opnið pakkann að ofan og leggið nokkrar sneiðar af hvítmygluosti yfir. Lokið pakkanum aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.
Setjið allt í sósuna í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og vinnið saman.
Ristið furuhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru gylltar á lit. Hellið þá tamarin sósunni yfir og ristið áfram þar til sósan hefur þornað á hnetunum (tekur enga stund, kannski 30 sek.).
Hráefni
Leiðbeiningar
Allt í toppnum sett í matvinnsluvél og unnið saman í grófan massa. Ef þið eigið ekki matvinnsluvél þá er hægt að nota töfrasprota eða hreinlega hakka allt vel saman með góðum hníf.
Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Rífið álpappír í um það bil stærðinni 30 x 45 cm og spreyið með PAM. Athugið að í einn álpappírspakka fer ein kjúklingabringa, þannig að það er 1 pakki á mann. Leggið kjúklingabringuna í miðjan álpappírinn og saltið og piprið. Setjið 2 msk af pestói yfir bringuna og síðan 3 msk af ólífuhrærunni. Lokið nú álpappírnum með því að lyfta langhliðunum upp og brjóta tvöfalt brot niður (passið að hafa loft fyrir ofan matinn fyrir gufuna sem myndast). Lokið hliðunum eins, þ.e. með tvöföldu broti, og grillið á lokuðu grilli, við miðlungsháan hita, í 25 mínútur. Takið af grillinu, opnið pakkann að ofan og leggið nokkrar sneiðar af hvítmygluosti yfir. Lokið pakkanum aftur og látið standa í nokkrar mínútur á meðan osturinn bráðnar.
Setjið allt í sósuna í matvinnsluvél (eða notið töfrasprota) og vinnið saman.
Ristið furuhneturnar á þurri pönnu þar til þær eru gylltar á lit. Hellið þá tamarin sósunni yfir og ristið áfram þar til sósan hefur þornað á hnetunum (tekur enga stund, kannski 30 sek.).