fbpx

Grillaður kjúklingur með epla-tzatziki jógúrtsósu

Grillaður heilkjúklingur með gómsætri epla-tzatziki jógúrtsósu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 heill kjúklingur frá Rose Poultry
 1 flaska Caj P Original olía
Epla-tzatziki jógúrtsósa
 1 stórt grænt epli
 1 hvítlauksrif, pressað eða saxað mjög smátt
 1 tsk hunang
 2,5 dl grísk jógúrt
 hnífsoddur salt
 svartur grófmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Það er einfalt að grilla heilan kjúkling jafnt með því að skera hann í svokallað “butterfly”. Það þarf að nota beittan hníf eða góð skæri til þess að fjarlægja

2

hryggjarbeinið. Það er skorið eða klippt sitt hvoru megin við beinið og það fjarlægt ásamt óskabeininu. Þá er hægt að opna fuglinn og leggja hann út flatann.

3

Kjúklingurinn er í því næst lagður í marineringu –Caj P BBQ olíu – í minnst klukkustund en allt að sólarhring. Grillið er hitað vel og kjúklingurinn er lagður á grillið með skinnhliðina niður og hann grillaður í ca 10 mínútur.

4

Þá er kjúklingnum snúið við, slökkt undir brennaranum beint undir kjúklingnum (miðjubrennaranum ef þeir eru þrír) og grillað áfram undir loki við um það bil 200 gráður í 20-25 mínútur eða þar til kjarnhiti fuglsins nær 71°C og hann er eldaður í gegn.

5

Þegar kjúklingurinn er tekinn af grillinu er gott að breiða yfir hann álpappír lauslega og leyfa honum að jafna sig í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn.

6

Kjúklingurinn er borinn fram með epla-tzatziki sósu, grilluðu grænmeti og Tilda hrísgrjónum.

Epla-tzatziki jógúrtsósa
7

Eplið er flysjað og rifið með rifjárni. Því næst er eplinu blandað saman við jógúrtina, hunangið og hvítlaukinn.

8

Sósan er smökkuð til með salti og pipar.


Uppskrift frá Dröfn á Eldhússögum.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 heill kjúklingur frá Rose Poultry
 1 flaska Caj P Original olía
Epla-tzatziki jógúrtsósa
 1 stórt grænt epli
 1 hvítlauksrif, pressað eða saxað mjög smátt
 1 tsk hunang
 2,5 dl grísk jógúrt
 hnífsoddur salt
 svartur grófmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Það er einfalt að grilla heilan kjúkling jafnt með því að skera hann í svokallað “butterfly”. Það þarf að nota beittan hníf eða góð skæri til þess að fjarlægja

2

hryggjarbeinið. Það er skorið eða klippt sitt hvoru megin við beinið og það fjarlægt ásamt óskabeininu. Þá er hægt að opna fuglinn og leggja hann út flatann.

3

Kjúklingurinn er í því næst lagður í marineringu –Caj P BBQ olíu – í minnst klukkustund en allt að sólarhring. Grillið er hitað vel og kjúklingurinn er lagður á grillið með skinnhliðina niður og hann grillaður í ca 10 mínútur.

4

Þá er kjúklingnum snúið við, slökkt undir brennaranum beint undir kjúklingnum (miðjubrennaranum ef þeir eru þrír) og grillað áfram undir loki við um það bil 200 gráður í 20-25 mínútur eða þar til kjarnhiti fuglsins nær 71°C og hann er eldaður í gegn.

5

Þegar kjúklingurinn er tekinn af grillinu er gott að breiða yfir hann álpappír lauslega og leyfa honum að jafna sig í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn.

6

Kjúklingurinn er borinn fram með epla-tzatziki sósu, grilluðu grænmeti og Tilda hrísgrjónum.

Epla-tzatziki jógúrtsósa
7

Eplið er flysjað og rifið með rifjárni. Því næst er eplinu blandað saman við jógúrtina, hunangið og hvítlaukinn.

8

Sósan er smökkuð til með salti og pipar.

Grillaður kjúklingur með epla-tzatziki jógúrtsósu

Aðrar spennandi uppskriftir