Grillaður heilkjúklingur með gómsætri epla-tzatziki jógúrtsósu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Það er einfalt að grilla heilan kjúkling jafnt með því að skera hann í svokallað “butterfly”. Það þarf að nota beittan hníf eða góð skæri til þess að fjarlægja
hryggjarbeinið. Það er skorið eða klippt sitt hvoru megin við beinið og það fjarlægt ásamt óskabeininu. Þá er hægt að opna fuglinn og leggja hann út flatann.
Kjúklingurinn er í því næst lagður í marineringu –Caj P BBQ olíu – í minnst klukkustund en allt að sólarhring. Grillið er hitað vel og kjúklingurinn er lagður á grillið með skinnhliðina niður og hann grillaður í ca 10 mínútur.
Þá er kjúklingnum snúið við, slökkt undir brennaranum beint undir kjúklingnum (miðjubrennaranum ef þeir eru þrír) og grillað áfram undir loki við um það bil 200 gráður í 20-25 mínútur eða þar til kjarnhiti fuglsins nær 71°C og hann er eldaður í gegn.
Þegar kjúklingurinn er tekinn af grillinu er gott að breiða yfir hann álpappír lauslega og leyfa honum að jafna sig í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn.
Kjúklingurinn er borinn fram með epla-tzatziki sósu, grilluðu grænmeti og Tilda hrísgrjónum.
Eplið er flysjað og rifið með rifjárni. Því næst er eplinu blandað saman við jógúrtina, hunangið og hvítlaukinn.
Sósan er smökkuð til með salti og pipar.
Hráefni
Leiðbeiningar
Það er einfalt að grilla heilan kjúkling jafnt með því að skera hann í svokallað “butterfly”. Það þarf að nota beittan hníf eða góð skæri til þess að fjarlægja
hryggjarbeinið. Það er skorið eða klippt sitt hvoru megin við beinið og það fjarlægt ásamt óskabeininu. Þá er hægt að opna fuglinn og leggja hann út flatann.
Kjúklingurinn er í því næst lagður í marineringu –Caj P BBQ olíu – í minnst klukkustund en allt að sólarhring. Grillið er hitað vel og kjúklingurinn er lagður á grillið með skinnhliðina niður og hann grillaður í ca 10 mínútur.
Þá er kjúklingnum snúið við, slökkt undir brennaranum beint undir kjúklingnum (miðjubrennaranum ef þeir eru þrír) og grillað áfram undir loki við um það bil 200 gráður í 20-25 mínútur eða þar til kjarnhiti fuglsins nær 71°C og hann er eldaður í gegn.
Þegar kjúklingurinn er tekinn af grillinu er gott að breiða yfir hann álpappír lauslega og leyfa honum að jafna sig í nokkrar mínútur áður en hann er skorinn.
Kjúklingurinn er borinn fram með epla-tzatziki sósu, grilluðu grænmeti og Tilda hrísgrjónum.
Eplið er flysjað og rifið með rifjárni. Því næst er eplinu blandað saman við jógúrtina, hunangið og hvítlaukinn.
Sósan er smökkuð til með salti og pipar.