Print Options:
Grillaður aspas með rjómaosti og Ritz kexi

Magn1 skammtur

Aspas með saltkexi, rjómaost og bbq sósu á grillið.

 1 búnt grænn aspas, stór
 1 dl Hunts Hickory Brown BBQ sósa
 3 msk Philadelphia með hvítlauk
 1dl Ritz kex
1

Skerið endann af aspasinum og veltið upp úr BBQ sósunni.

2

Grillið í 2 mínútur á hvorri hlið og smyrjið með Philadelphia.

3

Berið fram með muldu Ritz kexi.