Það er bæði einfalt og ódýrt að grilla kjúklingaleggi og ég þori að fullyrða að þessi uppskrift sé ein af þeim betri. Ég ákvað að snyrta leggina og útbúa „lollipop“ eða sleikjó skurð á þeim, en þá er húðin af leggunum skorin frá og kjötinu þrýst niður þannig að leggurinn minnir helst á sleikjó. Þetta er auðvitað hinn mesti óþarfi en kjúklingurinn smakkast einhvern veginn betur þegar hann er hanteraður á þennan hátt. Ég marineraði leggina í smástund áður en ég grillaði þá og penslaði svo extra tandoori sósu á þá. Meðlætið voru basmati hrísgrjón og tandoori sósa til að dýfa leggjunum í. Gæti ekki verið þægilegra!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Snyrtið kjúklingaleggina og setjið Tandoori kryddmauk og gríska jógúrt saman í skál og hrærið saman.
Ef þið viljið útbúa sleikjó leggi þá þarf að skera hringinn í kringum legginn fyrir miðju beinsins, ca. 1-2cm fyrir ofan kjötið. Hreinsið skinn og sinar af endanum, látið legginn standa upp á endann með kjötið niður og þrýstið kjötinu niður svo leggurinn geti nánast verið uppréttur án stuðnings.
Setjið leggina í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið marinerast í 30 mín, en má alveg vera lengri tími ef þið viljið.
Hitið grillið í 200°C.
Setjið leggina í álbakka og látið þá standa upp á endann. Vefjið beinin í smá álpappír ef þið hafið skorið sleikjó skurðinn, það kemur í veg fyrir að þau brenni.
Setjið tandoori sósuna í skál og farið með að grillinu ásamt pensli.
Grillið leggina á óbeinum hita í 20 mín. Penslið þá leggina vel með tandoori sósu og grillið áfram í 20 mín eða þar til kjarnhiti þeirra nær 75°C. Það er ljómandi gott að ná að pensla leggina allavega 2-3x seinni hluta eldunartímans.
Sjóðið hrísgrjón og hitið tandoori sósu og berið fram með kjúklingaleggjunum.
Uppskrift eftir Völlu Gröndal
Hráefni
Leiðbeiningar
Snyrtið kjúklingaleggina og setjið Tandoori kryddmauk og gríska jógúrt saman í skál og hrærið saman.
Ef þið viljið útbúa sleikjó leggi þá þarf að skera hringinn í kringum legginn fyrir miðju beinsins, ca. 1-2cm fyrir ofan kjötið. Hreinsið skinn og sinar af endanum, látið legginn standa upp á endann með kjötið niður og þrýstið kjötinu niður svo leggurinn geti nánast verið uppréttur án stuðnings.
Setjið leggina í rennilásapoka og hellið marineringunni yfir. Látið marinerast í 30 mín, en má alveg vera lengri tími ef þið viljið.
Hitið grillið í 200°C.
Setjið leggina í álbakka og látið þá standa upp á endann. Vefjið beinin í smá álpappír ef þið hafið skorið sleikjó skurðinn, það kemur í veg fyrir að þau brenni.
Setjið tandoori sósuna í skál og farið með að grillinu ásamt pensli.
Grillið leggina á óbeinum hita í 20 mín. Penslið þá leggina vel með tandoori sósu og grillið áfram í 20 mín eða þar til kjarnhiti þeirra nær 75°C. Það er ljómandi gott að ná að pensla leggina allavega 2-3x seinni hluta eldunartímans.
Sjóðið hrísgrjón og hitið tandoori sósu og berið fram með kjúklingaleggjunum.