Print Options:








Grillaðir kjúklinga Pinchos með Alioli

Magn1 skammtur

Kjúklinga grillspjót með geggjaðri Caj P mareneringu

Kjúklingaspjót
 1000-1200 gr úrbeinuð læri og bringur blandað saman (1 bakki bringur og 1 bakki úrbeinað lærakjöt)
 1 dl Caj P BBQ olía Original
 1 dl Filippo Berio Extra Virgin ólífuolía
 1 msk Síróp að eigin vali, ég notaði Agave
 1 msk nýkreistur sítrónusafi
 2 tsk fínt salt
 1/2 tsk svartur pipar
 1 geiralaus hvítlaukur marin eða 4 hvítlauksrif
 1 tsk hvítlauksduft garlic powder (ath ekki hvítlaukssalt)
 2 tsk laukduft onion powder
 1 tsk paprikuduft
 1/2 tsk kóríander malað (ég notaði Pottagaldra, það er eins og brúnt krydd en ekki þurrkuð kryddjurt)
 1 tsk tímian þurrkað
 1 tsk oregano þurrkað
 1 tsk turmerik
 1 msk Cumin (ekki sama og Kúmen eins og í kringlum)
 1/2 tsk cayenne pipar
Alioli sósa
 2 1/2 dl sólblómaolía eða önnur bragðlítil olía
 2 hvítlauksrif eða 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1 msk nýkreystur sítrónusafi
 1 egg
 klípa af salti
Kjúklingaspjót
1

Byrjið á að setja olíurnar í skál og hræra þeim vel saman. Athugið að það þarf að hrista mjög vel Cai P olíuna

2

Bætið næst sírópinu og sítrónusafanum við og hrærið saman með písk

3

Svo er að setja öll kryddin út í og hræra vel saman

4

Skerið næst hverja bringu í 4 bita þversum, ekki skera í litla gúllasbita því þá verður það of þurrt í grillun

5

Leyfið lærakjötinu að vera eins og það er nema ef bitar eru mjög stórir skerið það þá í tvennt

6

Setjið nú kjúklingin út í marineringuna og hrærið mjög vel saman

7

Setjið svo í kæli með álpappír eða filmu yfir í minnst 3 klst, því lengur því betra

8

Að 3 tímum liðnum eru bitarnir þræddir upp á grillpinna og gott er að hafa smá paprikubita á milli en má sleppa

9

Grillið svo spjótin í um 30 mínútur, best að gera fyrst niðri yfir eldinum og setja svo á efri hæðina í lokuðu grillinu til að steikist vel í gegn án þess að verði þurrt kjötið

Alioli sósa
10

Setjið í djúpt ílát allt sem á að vera í sósunni, skerið bara hvítlaukinn smátt ofan í þarf ekki að merja

11

setjið næst töfrasprotann alveg á botninn á ílátinu og ekki hreyfa hann neitt meðan þið byrjið að þeyta

12

Haldið töfrasprotanum alveg kyrrum og notið meðalhraða. Þið sjáið fljótt hvernig byrjar að myndast hvítt fallega glansandi mayones

13

Þegar er örlítil olía efst en restin er orðin hvít megið þið ýta sprotanum upp og niður í smá stund

14

Setjið svo í skál og kælið en gott er að gera sósuna um leið og marineringuna og hafa í kæli jafn lengi

15

Berið hana svo fram samhliða grillspjótunum

Punktar
16

Oft er notuð ólivuolía á Spáni í alioli en þá mæli ég með bragðmildri ólífuolíu, alls ekki extra virgin.

17

Í grillspjótinn mæli ég með að þið sleppið akkurat engu af kryddunum og séuð ekki að bæta í þau kryddum heldur, marineringin var alveg fullkomin svona og reynið að fara því 100 % eftir uppskriftinni.

18

Uppskriftin af þessum grillmat er einstaklega góð og mjög svo einföld.