Grillaðar kjúklingastangir

  ,   

júní 18, 2019

Kjúklingabrauðstangir á grillið, snilld fyrir krakkana.

Hráefni

700 g Rose Poultry kjúklingalundir

3 msk Heinz Yellow Mustard Sweet sinnep

2 msk Filippo Berio hvítlauksolía

1/2 tsk cayenne pipar

2 tsk paprika

Salt og pipar

1 rúlla tilbúið pizzudeig

1 búnt steinselja, söxuð

Sjávarsalt

Leiðbeiningar

1Blandið saman sinnepi, cayenne pipar, papriku og olíu. Hellið marineringunni yfir kjúklinginn, gott að láta standa í kæli í 2-3 klst.

2Skerið pizzudeig í strimla og rúllið upp með kjúklingalundunum.

3Grillið á hvorri hlið í 3-5 mínútur og látið hvíla á efri grind í 2 mínútur þar til kjúklingurinn hefur náð fullri eldun.

4Penslið með hvítlauksolíu og stráið saxaðri steinselju yfir ásamt grófu sjávarsalti.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Lambalæri með mango chutney

Lambalæri á indverskan máta.

Einfaldi laxinn sem matvandir elska

Grillaður lax með asísku ívafi.

Tandoori risarækjur

Hinn fullkomni smáréttur.