Andabringur fyrir hátíðirnar.
Hreinsið sinar af andabringum og skerið mestu fituna utan með bringunni, skerið rákir í fituna og stráið salti í rákirnar. Gott er að vera með steikarplötu á grillinu ef þú býrð svo vel að eiga það. Setjið fituhliðina á bringunum fyrst á grillið og eldið þar til fitan verður gullinbrún, snúið bringunum við og grillið í 2 mín til viðbótar. Takið bringurnar af heitasta svæðinu og setjið upp á efri grindina á grillinu í u.þ.b. 4-5-mín. Látið hvíla án hita í 5 mínútur áður en þær eru skornar í þunnar sneiðar.
Skerið graskerið í sneiðar og penslið með ólífuolíu, salti og pipar. Grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þangað til þið fáið flottar grillrendur og graskerið er eldað í gegn.
Skerið plómurnar í tvennt og fjarlægið steininn úr miðjunni. Setjið á grillið og grillið í 3 mín á sárinu, snúið við og pennslið með hunangi og grillið í 4 mín til viðbótar.
Hitið grænmetisgrind á öskrandi heitu grillinu og setjið berin á grindina í 45 sekúndur eða þar til þau byrja að mýkjast. Blandið saman við berin kirsuberjaediki, ólífuolíu og ögn salti og pískið svo saman.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki