fbpx

Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette

Algjört sælkera skelfisksalat.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 8 stk stór hörpuskel frá Sælkerafisk
 8 stk stórir humarhalar
 1 stk pera
 2 stilkar grænt sellerí
 100 gr mjúkur geitaostur
 1 stk rautt greip
 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður
 1/4 stk chili, fínt saxað
 1 stk sítróna
 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin
 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga
 salt

Leiðbeiningar

1

Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur.

2

Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.

Greip vinaigrette
3

Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.

DeilaTístaVista

Hráefni

 8 stk stór hörpuskel frá Sælkerafisk
 8 stk stórir humarhalar
 1 stk pera
 2 stilkar grænt sellerí
 100 gr mjúkur geitaostur
 1 stk rautt greip
 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður
 1/4 stk chili, fínt saxað
 1 stk sítróna
 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin
 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga
 salt

Leiðbeiningar

1

Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur.

2

Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.

Greip vinaigrette
3

Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.

Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette

Aðrar spennandi uppskriftir