Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette

Algjört sælkera skelfisksalat.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 8 stk stór hörpuskel
 8 stk stórir humarhalar
 1 stk pera
 2 stilkar grænt sellerí
 100 gr mjúkur geitaostur
 1 stk rautt greip
 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður
 1/4 stk chili, fínt saxað
 1 stk sítróna
 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin
 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga
 salt

Leiðbeiningar

1

Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur.

2

Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.

Greip vinaigrette
3

Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.

SharePostSave

Hráefni

 8 stk stór hörpuskel
 8 stk stórir humarhalar
 1 stk pera
 2 stilkar grænt sellerí
 100 gr mjúkur geitaostur
 1 stk rautt greip
 1 stk skalottlaukur, fínt saxaður
 1/4 stk chili, fínt saxað
 1 stk sítróna
 1 dl Filippo Berio ólífuolía extra virgin
 1 pottur vatnakarsi frá Lambhaga
 salt

Leiðbeiningar

1

Skrælið peruna, skerið til helminga og svo hvorn helming í fjóra báta. Skerið sellerístilka í 5 cm langa bita og skerið síðan í örþunna strimla með mandólín rifjárni. Setjið smá ólífuolíu og salt á hörpuskel, humar og perur og grillið perurnar vel þar til þið fáið fallegar grillrendur.

2

Takið því næst skelfiskinn og grillið hann í stutta stund. Setjið humar og hörpuskel á diskinn ásamt perubátum, geitaost bitum, sellerí strimlum og nokkrum vatnakarsastilkum.

Greip vinaigrette
3

Setjið ólífuolíu í skál, rífið börkinn af hálfu greip og hálfri sítrónu út í með rifjárni og kreistið einnig safann. Setjið saxaðan skallottlauk og chili út í og pískið, smakkað til með salti. Setjið dressinguna yfir og berið svo fram.

Notes

Grillað skelfisksalat með mjúkum geitaosti og greipvinaigrette

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Pepperoni ostasalatHér hafið þið hið heilaga pepperoni ostasalat eins og Jói Fel útbjó það forðum daga í bókinni. Þetta er nokkuð…
MYNDBAND
Sesar salat vefjurÞað er ekki að ástæðulausu að Sesar salat sé vinsælt – stökkt beikon, safaríkur kjúklingur, parmesan og djúsí dressing er…