fbpx

Grillað lambalæri

Grillað lambalæri er máltíð sem klikkar seint! Hér er á ferðinni einföld útgáfa af grilluðu lambalæri og grænmeti í álpappírsvasa með kaldri grillsósu. Máltíð sem hentar fullkomlega í ferðlagið jafnt sem heima við!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Lambalæri
 Lambalæri um 2 – 2,5 kg
 Caj P grillolía Original
Tabasco Sriracha grillsósa
 100 g majónes
 250 g sýrður rjómi
 2 msk. Tabasco Sriracha sósa (30 g)
 1 msk. saxaður kóríander
 ½ lime (safinn)
Grænmeti í álpappírsvasa
 Um 600 kartöflur
 Um 300 g ferskur aspas
 2-3 rauðlaukar (eftir stærð)
 Ólífuolía
 Salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Lambalæri
1

Penslið lambalærið vel með grillolíu.

2

Vefjið lærið þétt inn í álpappír og gott er að hafa að minnsta kosti tvö lög.

3

Grillið á meðalheitu grilli í 1 – 1 ½ klukkustund, snúið á 20 mínútna fresti. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar kjarnhiti sýnir á bilinu 60-70° er lærið tilbúið (fer eftir því hvernig þið viljið hafa það eldað).

4

Síðustu mínúturnar má síðan taka álpappírinn af og grilla lærið á báðum hliðum stutta stund til að fá stökka húð.

5

Leyfið lærinu að standa í um 15 mínútur áður en þið skerið í það.

Tabasco Sriracha grillsósa
6

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Grænmeti
7

Skerið grænmetið niður í munnstóra bita. Kartöflurnar mega þó vera í aðeins minni bitum svo eldunartími sé jafnari.

8

Setjið allt í stóra skál og veltið upp úr ólífuolíu og kryddum.

9

Búið til 6 álpappírsvasa úr tvöföldum álpappír.

10

Skiptið grænmetinu niður og klemmið álpappírinn saman.

11

Grillið við lágan hita eða á efri grindinni í um 45 mínútur. Gott er að opna reglulega einn poka og stinga í kartöflurnar, þegar þær eru mjúkar má taka grænmetið af grillinu. Það geymist vel heitt í álpappírsvasanum en nóg er að setja það á grillið þegar lærið hefur verið í um 20-30 mínútur í eldun.


DeilaTístaVista

Hráefni

Lambalæri
 Lambalæri um 2 – 2,5 kg
 Caj P grillolía Original
Tabasco Sriracha grillsósa
 100 g majónes
 250 g sýrður rjómi
 2 msk. Tabasco Sriracha sósa (30 g)
 1 msk. saxaður kóríander
 ½ lime (safinn)
Grænmeti í álpappírsvasa
 Um 600 kartöflur
 Um 300 g ferskur aspas
 2-3 rauðlaukar (eftir stærð)
 Ólífuolía
 Salt, pipar og hvítlauksduft

Leiðbeiningar

Lambalæri
1

Penslið lambalærið vel með grillolíu.

2

Vefjið lærið þétt inn í álpappír og gott er að hafa að minnsta kosti tvö lög.

3

Grillið á meðalheitu grilli í 1 – 1 ½ klukkustund, snúið á 20 mínútna fresti. Gott er að nota kjöthitamæli og þegar kjarnhiti sýnir á bilinu 60-70° er lærið tilbúið (fer eftir því hvernig þið viljið hafa það eldað).

4

Síðustu mínúturnar má síðan taka álpappírinn af og grilla lærið á báðum hliðum stutta stund til að fá stökka húð.

5

Leyfið lærinu að standa í um 15 mínútur áður en þið skerið í það.

Tabasco Sriracha grillsósa
6

Pískið allt saman í skál og geymið í kæli fram að notkun.

Grænmeti
7

Skerið grænmetið niður í munnstóra bita. Kartöflurnar mega þó vera í aðeins minni bitum svo eldunartími sé jafnari.

8

Setjið allt í stóra skál og veltið upp úr ólífuolíu og kryddum.

9

Búið til 6 álpappírsvasa úr tvöföldum álpappír.

10

Skiptið grænmetinu niður og klemmið álpappírinn saman.

11

Grillið við lágan hita eða á efri grindinni í um 45 mínútur. Gott er að opna reglulega einn poka og stinga í kartöflurnar, þegar þær eru mjúkar má taka grænmetið af grillinu. Það geymist vel heitt í álpappírsvasanum en nóg er að setja það á grillið þegar lærið hefur verið í um 20-30 mínútur í eldun.

Grillað lambalæri

Aðrar spennandi uppskriftir