fbpx

Grillað lambafile og Duchesse kartöflur

Lambafile er alltaf klassík! Hér er einföld útfærsla af slíkum með Duchesse kartöflum, rjómalagaðri piparsósu og salati með berjum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 5 stk Lambafille
 Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
Duchesse kartöflur
 800 g bökunarkartöflur
 70 g smjör við stofuhita
 50 ml rjómi
 2 stk eggjarauður
 salt og pipar eftir smekk
Piparsósa með rjóma
 1 stk skallott laukur
 2 stk hvítlauksrif
 200 ml Muga rauðvín
 30 ml rauðvínsedik
 1 stk saxað timian
 1 stk lárviðarlauf
 200 ml vatn
 1 msk Oscar nautakraftur
 5 stk möluð svört piparkorn (fínt)
 250 ml rjómi
 1 tsk græn piparkorn í krukku/vökva
 salt eftir smekk
 sósujafnari (Maizena)
 smjör til steikingar (c.a 30g)
Salat
 Klettasalat/veislusalat
 Driscolls jarðaber
 Driscolls brómber
 Fetaostur

Leiðbeiningar

Lambafille eldun
1

Hellið um ½ flösku af Caj P olíu yfir lambakjötið og veltið því upp úr henni svo það hjúpist allan hringinn.

Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.

2

Leyfið að liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).

3

Grillið á meðalhita á grillinu, fyrst í um 5 mínútur með fituhliðina niður og síðan aftur í 5-7 mínútur á hinni hliðinni, eða þar til þeim kjarnhita sem þið óskið eftir er náð.

4

Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Duchesse kartöflur
5

Flysjið kartöflurnar og skerið í minni bita, sjóðið þar til þær mýkjast.

6

Hellið vatninu af og setjið kartöflurnar aftur í pottinn á hellunni við lægsta hita þar til allt vatn gufar upp úr pottinum (viljið hafa kartöflurnar eins þurrar og þið getið).

7

Setjið þær næst í hrærivélarskálina með K-inu og blandið smjöri saman við.
Þegar smjörið er bráðið má setja rjómann og því næst pískaðar eggjarauður, saltið og piprið eftir smekk.

8

Setjið kartöflumúsina í sprautupoka með stórum, opnum stjörnustút og sprautið toppa.
Hitið í 210°C heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til topparnir fara aðeins að dökkna.

Piparsósa með rjóma
9

Saxið skalottlaukinn smátt og rífið hvítlauksrifin niður, steikið í smjöri við vægan hita þar til mýkist.

10

Hækkið hitann og hellið rauðvíni, rauðvínsediki, timian og lárviðarlaufi saman við og leyfið að sjóða niður í um 10 mínútur.

11

Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og smakkið til.
Pískið allt vel saman og leyfið að malla nokkrar mínútur, þykkið eftir smekk með sósujafnara.

Salat
12

Blandið öllum hráefnum saman í skál og salatið er klárt


DeilaTístaVista

Hráefni

 5 stk Lambafille
 Caj P original grillolía (muna hrista flöskuna)
Duchesse kartöflur
 800 g bökunarkartöflur
 70 g smjör við stofuhita
 50 ml rjómi
 2 stk eggjarauður
 salt og pipar eftir smekk
Piparsósa með rjóma
 1 stk skallott laukur
 2 stk hvítlauksrif
 200 ml Muga rauðvín
 30 ml rauðvínsedik
 1 stk saxað timian
 1 stk lárviðarlauf
 200 ml vatn
 1 msk Oscar nautakraftur
 5 stk möluð svört piparkorn (fínt)
 250 ml rjómi
 1 tsk græn piparkorn í krukku/vökva
 salt eftir smekk
 sósujafnari (Maizena)
 smjör til steikingar (c.a 30g)
Salat
 Klettasalat/veislusalat
 Driscolls jarðaber
 Driscolls brómber
 Fetaostur

Leiðbeiningar

Lambafille eldun
1

Hellið um ½ flösku af Caj P olíu yfir lambakjötið og veltið því upp úr henni svo það hjúpist allan hringinn.

Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.

2

Leyfið að liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).

3

Grillið á meðalhita á grillinu, fyrst í um 5 mínútur með fituhliðina niður og síðan aftur í 5-7 mínútur á hinni hliðinni, eða þar til þeim kjarnhita sem þið óskið eftir er náð.

4

Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.

Duchesse kartöflur
5

Flysjið kartöflurnar og skerið í minni bita, sjóðið þar til þær mýkjast.

6

Hellið vatninu af og setjið kartöflurnar aftur í pottinn á hellunni við lægsta hita þar til allt vatn gufar upp úr pottinum (viljið hafa kartöflurnar eins þurrar og þið getið).

7

Setjið þær næst í hrærivélarskálina með K-inu og blandið smjöri saman við.
Þegar smjörið er bráðið má setja rjómann og því næst pískaðar eggjarauður, saltið og piprið eftir smekk.

8

Setjið kartöflumúsina í sprautupoka með stórum, opnum stjörnustút og sprautið toppa.
Hitið í 210°C heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til topparnir fara aðeins að dökkna.

Piparsósa með rjóma
9

Saxið skalottlaukinn smátt og rífið hvítlauksrifin niður, steikið í smjöri við vægan hita þar til mýkist.

10

Hækkið hitann og hellið rauðvíni, rauðvínsediki, timian og lárviðarlaufi saman við og leyfið að sjóða niður í um 10 mínútur.

11

Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og smakkið til.
Pískið allt vel saman og leyfið að malla nokkrar mínútur, þykkið eftir smekk með sósujafnara.

Salat
12

Blandið öllum hráefnum saman í skál og salatið er klárt

Grillað lambafile og Duchesse kartöflur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.