Lambafile er alltaf klassík! Hér er einföld útfærsla af slíkum með Duchesse kartöflum, rjómalagaðri piparsósu og salati með berjum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hellið um ½ flösku af Caj P olíu yfir lambakjötið og veltið því upp úr henni svo það hjúpist allan hringinn.
Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.
Leyfið að liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
Grillið á meðalhita á grillinu, fyrst í um 5 mínútur með fituhliðina niður og síðan aftur í 5-7 mínútur á hinni hliðinni, eða þar til þeim kjarnhita sem þið óskið eftir er náð.
Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.
Flysjið kartöflurnar og skerið í minni bita, sjóðið þar til þær mýkjast.
Hellið vatninu af og setjið kartöflurnar aftur í pottinn á hellunni við lægsta hita þar til allt vatn gufar upp úr pottinum (viljið hafa kartöflurnar eins þurrar og þið getið).
Setjið þær næst í hrærivélarskálina með K-inu og blandið smjöri saman við.
Þegar smjörið er bráðið má setja rjómann og því næst pískaðar eggjarauður, saltið og piprið eftir smekk.
Setjið kartöflumúsina í sprautupoka með stórum, opnum stjörnustút og sprautið toppa.
Hitið í 210°C heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til topparnir fara aðeins að dökkna.
Saxið skalottlaukinn smátt og rífið hvítlauksrifin niður, steikið í smjöri við vægan hita þar til mýkist.
Hækkið hitann og hellið rauðvíni, rauðvínsediki, timian og lárviðarlaufi saman við og leyfið að sjóða niður í um 10 mínútur.
Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og smakkið til.
Pískið allt vel saman og leyfið að malla nokkrar mínútur, þykkið eftir smekk með sósujafnara.
Blandið öllum hráefnum saman í skál og salatið er klárt
Hráefni
Leiðbeiningar
Hellið um ½ flösku af Caj P olíu yfir lambakjötið og veltið því upp úr henni svo það hjúpist allan hringinn.
Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.
Leyfið að liggja í marineringunni í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
Grillið á meðalhita á grillinu, fyrst í um 5 mínútur með fituhliðina niður og síðan aftur í 5-7 mínútur á hinni hliðinni, eða þar til þeim kjarnhita sem þið óskið eftir er náð.
Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið í það.
Flysjið kartöflurnar og skerið í minni bita, sjóðið þar til þær mýkjast.
Hellið vatninu af og setjið kartöflurnar aftur í pottinn á hellunni við lægsta hita þar til allt vatn gufar upp úr pottinum (viljið hafa kartöflurnar eins þurrar og þið getið).
Setjið þær næst í hrærivélarskálina með K-inu og blandið smjöri saman við.
Þegar smjörið er bráðið má setja rjómann og því næst pískaðar eggjarauður, saltið og piprið eftir smekk.
Setjið kartöflumúsina í sprautupoka með stórum, opnum stjörnustút og sprautið toppa.
Hitið í 210°C heitum ofni í 12-15 mínútur eða þar til topparnir fara aðeins að dökkna.
Saxið skalottlaukinn smátt og rífið hvítlauksrifin niður, steikið í smjöri við vægan hita þar til mýkist.
Hækkið hitann og hellið rauðvíni, rauðvínsediki, timian og lárviðarlaufi saman við og leyfið að sjóða niður í um 10 mínútur.
Bætið þá restinni af hráefnunum saman við og smakkið til.
Pískið allt vel saman og leyfið að malla nokkrar mínútur, þykkið eftir smekk með sósujafnara.
Blandið öllum hráefnum saman í skál og salatið er klárt