Lífrænt ræktaðir og gómsætir granóla bitar með höfrum, kókosflögum, möndlum, chia fræjum, hlynsírópi, kókos- og möndlusmjöri með döðlum og toppað með súkkulaði. Rapunzel kókos- & möndlusmjörið með döðlunum er tilvalið í bakstur og líka bara eitt og sér til að setja toppinn yfir i-ið.
Byrjið á því að rista haframjölið á bökunarplötu þaktri bökunarpappír í 10 mínútur við 190°C eða þar til þær eru orðnar gylltar.
Saxið möndlur og kókosflögur smátt.
Bræðið kókosolíu og kókos-og möndlusmjörið.
Blandið öllu hráefninu nema súkkulaðinu saman í skál. Endilega smakkið ykkur til og bætið við hráefnum ef að ykkur finnst vanta. Blandan á að vera blaut.
Dreifið blöndunni í lítið eldfast form sem þið þekjið með bökunarpappír og setjið í frystinn í nokkrar klst.
Skerið varlega í bita.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og dreifið yfir bitana. Geymið í frystinum og njótið.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki