fbpx

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Baunir úr dós er svo handhægur og fljótlegur próteingjafi. Ég er með æði fyrir lífrænum kjúklingabaunum núna og mér finnst svo gott að steikja þær í smá stund á pönnu með kryddum til að setja útá stórt og gott salat og þar með gera það matmeira og næringaríkara. Þú getur í raun notað hvaða krydd eða kryddblöndur sem er. Ég er að dýrka tilbúnu kryddblöndurnar frá Kryddhúsinu, að þessu sinni valdi ég miðausturlenska kryddblöndu sem mér finnst passa einstaklega vel með fersku tahinisósunni. Baunir innihalda ekki bara prótein heldur einnig vítamín, steinefni og trefjar, sannkölluð “all in one” fæða. Ég myndi einnig segja að lífrænar baunir úr dós séu hinn fullkomni skyndibiti fyrir litlu krílin. Fyrir utan hvað þær eru hollar og góðar eru þær líka skemmtilegar fyrir litla putta.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingabaunirnar
 1 stk soðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 1 tsk ólífuolía
 1 tsk “mið-austurlönd” kryddblanda Kryddhússins
Salatið
 ½ stk bakki stökkt íssalat
 ½ stk gúrka
 ½ stk lítil rauðrófa
 ½ stk stór þroskaður avocado eða 1 lítill
 ½ stk stór haus brokkólí (gufusoðinn)
 2 msk ljóst tahini
 1 tsk karrý
 ¼ tsk túrmerik
  tsk kanill
 1 dl lífrænn appelínusafi
 safi úr 1/2 lífrænni sítrónu
 svartur pipar og salt eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að *gufusjóða brokkólíið. Gufusuðusikti er komið fyrir í potti og potturinn fylltur af vatni upp að siktinu. Komið brokkólíinu fyrir í siktið og setjið lok á pottinn. Leyfið því að gufusjóða á miðlungsháum hita þar til orðið mjúkt en ennþá vel grænt og lifandi. Ef soðið of lengi þá missir það græna litinn og næringarefnin missa styrk sinn.

2

Skolið salatið, skerið avocadoinn, afhýðið rauðrófuna og rífið hana niður ásamt gúrkunni. Ég elska að nota spíralskera en það er vel hægt að nota venjulegt rifjárn eða matvinnsluvél með rifjárni.

3

Útbúið dressinguna með því að blanda öllu saman sem í hana fer. Hægt er að hrista allt saman í krukku með loki eða nota einhverskonar blandara/töfrasprota.

4

Hellið vökvanum af kjúklingabaununum (hægt að geyma hann og nota í einhverskonar bakstur). Skellið baununum á pönnu ásamt kryddi og olíu og steikið þar til þær eru orðnar heitar og kryddið hefur þakið þær.

5

Raðið salati, rauðrófu, gúrku, brokkólí á disk ásamt avocado og toppið með krydduðum kjúklingabaunum og appelsínu-karrý dressingu.


Matreiðsla, MatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingabaunirnar
 1 stk soðnar lífrænar kjúklingabaunir frá Rapunzel
 1 tsk ólífuolía
 1 tsk “mið-austurlönd” kryddblanda Kryddhússins
Salatið
 ½ stk bakki stökkt íssalat
 ½ stk gúrka
 ½ stk lítil rauðrófa
 ½ stk stór þroskaður avocado eða 1 lítill
 ½ stk stór haus brokkólí (gufusoðinn)
 2 msk ljóst tahini
 1 tsk karrý
 ¼ tsk túrmerik
  tsk kanill
 1 dl lífrænn appelínusafi
 safi úr 1/2 lífrænni sítrónu
 svartur pipar og salt eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að *gufusjóða brokkólíið. Gufusuðusikti er komið fyrir í potti og potturinn fylltur af vatni upp að siktinu. Komið brokkólíinu fyrir í siktið og setjið lok á pottinn. Leyfið því að gufusjóða á miðlungsháum hita þar til orðið mjúkt en ennþá vel grænt og lifandi. Ef soðið of lengi þá missir það græna litinn og næringarefnin missa styrk sinn.

2

Skolið salatið, skerið avocadoinn, afhýðið rauðrófuna og rífið hana niður ásamt gúrkunni. Ég elska að nota spíralskera en það er vel hægt að nota venjulegt rifjárn eða matvinnsluvél með rifjárni.

3

Útbúið dressinguna með því að blanda öllu saman sem í hana fer. Hægt er að hrista allt saman í krukku með loki eða nota einhverskonar blandara/töfrasprota.

4

Hellið vökvanum af kjúklingabaununum (hægt að geyma hann og nota í einhverskonar bakstur). Skellið baununum á pönnu ásamt kryddi og olíu og steikið þar til þær eru orðnar heitar og kryddið hefur þakið þær.

5

Raðið salati, rauðrófu, gúrku, brokkólí á disk ásamt avocado og toppið með krydduðum kjúklingabaunum og appelsínu-karrý dressingu.

Grænt salat með steiktum kjúklingabaunum

Aðrar spennandi uppskriftir