Print Options:








Grænmetisréttur með rauðri kókoskarrýsósu

Magn1 skammtur

Dásamlegur grænmetisréttur með kókoskarrýsósu.

 1 msk kókosolía eða ólífuolía
 1 tsk laukur, saxaður
 smá salt
 1 msk fersk engifer, fínrifið
 2 hvítlauksrif, pressuð
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 1 gul eða græn paprika, skorin í strimla
 3 gulrætur, afhýdd og niðursneidd
 2 msk rautt thai karrýmauk, t.d. red curry paste frá Blue dragon
 1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
 1 ½ tsk hrásykur eða púðusykur
 2 tsk soyasósa, t.d. soyasósa frá Blue dragon
 1 ½ tsk hrísgrjónaedik, t.d. Rice Vinegar frá Blue dragon
 Til skrauts: Fersk basil eða kóríander og t.d. chilímauk
1

Setjið olíu á pönnu og hitið. Setjið lauk og stráið smá salti yfir og steikið þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið engifer og hvítlauk saman og steikið þar til farið að ilma eða í um 30 sek og hrærið stöðugt í blöndunni.

2

Bætið paprikum og gulrótum saman við og steikið þar til það er farið að mýkjast. Bætið þá karrýmaukinu saman við og hrærið saman við grænmetið.

3

Bætið því næst kókosmjólkinni saman við ásamt 120 ml af vatni og 1 ½ tsk sykri. Látið malla á vægum hita í um 5-10 mínútur.

4

Takið þá af hitanum, bætið hrísgrjónaediki og soyasósu saman við og smakkið til með salti.

5

Setjið núðlur eða hrísgrjón í skál og hellið karrýgrænmeti yfir. Stráið kóríanderi eða basilíku yfir allt.