fbpx

Grænmeti tostadas

Einfaldur réttur sem þið verðið að prófa! Stökkar spelt og hafra tortilla með dásamlegu krydduðu grænmeti og kjúklingabaunum, bræddum osti og gómsætri sósu

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 dl Blómkál, smátt skorið
 2 dl Sveppir, smátt skornir
 1 stk Portobello sveppur, smátt skorinn (má sleppa og nota meira af sveppum)
 2 dl Kjúklingabaunir
 1 dl Skarlottulaukur, smátt skorinn
 2 msk Ólífuolía
 1 msk Harissa krydd
 Salt og pipar eftir smekk
 2 stk spelt og hafra tortillur frá Mission
 2 dl Rifinn mozzarella ostur
 5 dl Rifinn Havarti ostur
 Fersk steinselja eða kóríander eftir smekk (má sleppa)
Sósa
 2 dl Heinz majónes
 2 tsk Harissa kryddblanda
 2 msk Safi úr sítrónu
 Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Blandið blómkáli, sveppum, kjúklingabaunum og skarlottulauk saman við ólífuolíu og krydd. Hrærið öllu vel saman í skál og leyfið að standa á meðan þið græjið tortillurnar.

2

Skerið tortillurnar í fjóra þríhyrninga. Steikið þær uppúr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til þær verða stökkar. Passið að þær brenni ekki.

3

Raðið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið havarti osti og mozzarella osti jafnt yfir.

4

Bakið í ofni í um 5-7 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Steikið grænmetisblönduna upp úr ólífuolíu og dreifið yfir nýbakaðar tortillurnar. Berið fram með sósunni og stráið ferskri steinselju eða kóríander yfir.

Sósa
6

Hrærið saman majónesi, safa úr sítrónu, harissa kryddblöndu og salti saman í skál. Smakkið ykkur til ef að þið viljið bæta kryddi saman við.

Auka
7

Trixið til að ná tortillunum svona extra stökkum og ljúfum er að steikja þær upp úr ólífuolíu, dreifa osti yfir og baka inn í ofni.


DeilaTístaVista

Hráefni

 4 dl Blómkál, smátt skorið
 2 dl Sveppir, smátt skornir
 1 stk Portobello sveppur, smátt skorinn (má sleppa og nota meira af sveppum)
 2 dl Kjúklingabaunir
 1 dl Skarlottulaukur, smátt skorinn
 2 msk Ólífuolía
 1 msk Harissa krydd
 Salt og pipar eftir smekk
 2 stk spelt og hafra tortillur frá Mission
 2 dl Rifinn mozzarella ostur
 5 dl Rifinn Havarti ostur
 Fersk steinselja eða kóríander eftir smekk (má sleppa)
Sósa
 2 dl Heinz majónes
 2 tsk Harissa kryddblanda
 2 msk Safi úr sítrónu
 Salt eftir smekk

Leiðbeiningar

1

Blandið blómkáli, sveppum, kjúklingabaunum og skarlottulauk saman við ólífuolíu og krydd. Hrærið öllu vel saman í skál og leyfið að standa á meðan þið græjið tortillurnar.

2

Skerið tortillurnar í fjóra þríhyrninga. Steikið þær uppúr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til þær verða stökkar. Passið að þær brenni ekki.

3

Raðið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið havarti osti og mozzarella osti jafnt yfir.

4

Bakið í ofni í um 5-7 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

5

Steikið grænmetisblönduna upp úr ólífuolíu og dreifið yfir nýbakaðar tortillurnar. Berið fram með sósunni og stráið ferskri steinselju eða kóríander yfir.

Sósa
6

Hrærið saman majónesi, safa úr sítrónu, harissa kryddblöndu og salti saman í skál. Smakkið ykkur til ef að þið viljið bæta kryddi saman við.

Auka
7

Trixið til að ná tortillunum svona extra stökkum og ljúfum er að steikja þær upp úr ólífuolíu, dreifa osti yfir og baka inn í ofni.

Grænmeti tostadas

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…