Print Options:








Græn og gómsæt pizza

Magn1 skammtur

Þessi pizza er svo ljúffeng að þið verðið eiginlega að prófa hana!

Pizzadeig (dugar í 1-2 12 tommu pizzur)
 1 dl volgt vatn
 1 tsk ger
 200 g fínt malað spelt
 1 msk ólífuolía
 ½ tsk salt
Álegg
 ½ kúrbítur
 100-200 g brokkólí
 2 dl edamame baunir
 1 lítill laukur
 Salt & pipar
 Cayenne pipar (má sleppa)
 Rifinn mozzarella
 1 fersk mozzarella kúla
 ⅓ – ½ krukka grænt pestó frá Filippo Berio
Sósa
 ½ Philadelphia rjómaostur
 3 msk sýrður rjómi
 1 hvítlauksrif
 3 msk Parmigiano reggiano
 Salt og pipar
1

Byrjið á því að útbúa pizzadeigið og hitið kalt vatn í potti þar til það verður um 37°C.

2

Blandið volga vatninu saman við ger og hunang. Látið standa í 10 mínútur eða þar til blandan byrjar að freyða.

3

Hrærið helmingnum af speltinu, ólífuolíunni og salti saman við gerblönduna. Því næst hnoðið restinni af speltinu saman við. Ég nota matvinnsluvél og hnoða í kringum 10 mínútur.

4

Látið deigið hefast í um 1 klst eða lengur.

5

Skerið kúrbít og brokkólí í meðalstóra bita og skerið laukinn smátt. Steikið uppúr ólífolíu ásamt edamame baununum og kryddið með salti, pipar og cayenne pipar eftir smekk.

6

Blandið saman öllum hráefnunum í sósuna í pott og hrærið.

7

Fletjið út pizzadeigið og dreifið sósunni yfir. Stráið rifnum mozzarella eftir smekk og grænmetinu.

8

Rífið ferskan mozzarella og dreifið honum yfir. Því næst dreifið pestóinu yfir með teskeið.

9

Bakið í ofnið við 220°C í 12-14 mínútur eða þar til pizzan er bökuð og osturinn bráðnaður.