Hér er að finna klassíska og góða ostasalatið sem margir þekkja með örlitlu öðru sniði. Salatið er fullkomið hvort sem það er á Tuc kexið eða ofan á nýbakað brauð. Algjört sælgæti svo ekki sé meira sagt!
Uppskrift
Hráefni
1 stk hvítlauks kryddostur
1 stk beikon og paprika kryddostur
4-6 litlir vorlaukar
1 rauð paprika
Stór klasi af rauðum vínberjum
2 dl bláber
3-4 msk Heinz majónes
Pipar eftir smekk
TUC kex
Leiðbeiningar
1
Skerið ostana, vorlaukinn og paprikuna smátt niður og vínberin í tvennt, blandið saman í skál ásamt bláberjum.
2
Setjið majónesið út í og kryddið með smá pipar.
3
Berið fram með TUC kexi.
Uppskrift frá Lindu Ben.
Hráefni
1 stk hvítlauks kryddostur
1 stk beikon og paprika kryddostur
4-6 litlir vorlaukar
1 rauð paprika
Stór klasi af rauðum vínberjum
2 dl bláber
3-4 msk Heinz majónes
Pipar eftir smekk
TUC kex
Leiðbeiningar
1
Skerið ostana, vorlaukinn og paprikuna smátt niður og vínberin í tvennt, blandið saman í skál ásamt bláberjum.
2
Setjið majónesið út í og kryddið með smá pipar.
3
Berið fram með TUC kexi.