Gómsæt Dumle mús

  ,   

desember 29, 2020

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.

  • Fyrir: 4

Hráefni

1 poki Dumle karamellur

4 msk rjómi

30 g smjör

2 eggjarauður

1 ½ dl rjómi

Toppa með

Þeyttum rjóma

Ferskum berjum

Dumle snacks eða Dumle karamellur, smátt saxað

Leiðbeiningar

1Bræðið Dumle karamellur, 4 msk rjóma og smjör í potti við vægan hita. Kælið í nokkrar mínútur.

2Blandið eggjarauðunum vel saman við með skeið.

3Léttþeytið rjóma og hrærið honum varlega saman við Dumle blönduna með skeið.

4Dreifið músinni í 4 glös og geymið í ísskáp í 1 klst eða lengur.

5Gott að bera fram með rjóma, ferskum berjum söxuðu Dumle snacks eða karamellur.

Uppskrift frá Hildi Rut hjá Trendnet

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Vegan og sykurlaust „súkkulaði“ bananabrauð!

Dásamlegt Vegan og sykurlaust "súkkulaði" bananabrauð.