fbpx

Góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý

Þessa er hreinn unaður að borða!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 paprika, skorin í teninga
 1 laukur, skorinn í teninga
 1 msk engifer, rifið
 2 -3 msk rautt karrýmauk (ég notaði Blue dragon red curry paste)
 2 dósir kókosmjólk (Blue dragon coconut milk)
 500 ml kjúklingakraftur frá Oscar (3 msk leyst upp í 500 ml heitu vatni)
 2 msk fiskisósa (ég notaði Blue dragon fish sauce)
 2 msk púðusykur
 2 msk hnetusmjör
 1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)
 3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu
 1 límóna
Til skrauts
 Saxaðar salthnetur
 Límónusneiðar
 Kóríander
 Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)

Leiðbeiningar

1

Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.

2

Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.

3

Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.

4

Setjið súpuna í skálar og toppið með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, límónusneiðum og jafnvel kóríander.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 paprika, skorin í teninga
 1 laukur, skorinn í teninga
 1 msk engifer, rifið
 2 -3 msk rautt karrýmauk (ég notaði Blue dragon red curry paste)
 2 dósir kókosmjólk (Blue dragon coconut milk)
 500 ml kjúklingakraftur frá Oscar (3 msk leyst upp í 500 ml heitu vatni)
 2 msk fiskisósa (ég notaði Blue dragon fish sauce)
 2 msk púðusykur
 2 msk hnetusmjör
 1-2 dl grænar baunir, frosnar (má sleppa)
 3 kjúklingabringur, skornar í teninga og steiktar á pönnu
 1 límóna
Til skrauts
 Saxaðar salthnetur
 Límónusneiðar
 Kóríander
 Hrísgrjón, elduð (má nota núðlur)

Leiðbeiningar

1

Léttsteikið lauk, papriku og bætið engifer saman við.

2

Bætið rauðu karrý, kókosmjólk, kjúklingakrafti, fiskisósu, púðusykri, hnetusmjöri og baununum saman við og hrærið vel í. Leyfið súpunni að malla við lágan hita í 45 mínútur eða eftir því sem tíminn leyfir.

3

Kreistið safa úr einni límónu út í og bætið einnig kjúklingakjötinu saman við. Smakkið hana til og fyrir þá sem vilja hafa súpuna sterka má bæta 1-2 tsk af minced hot chilli út í.

4

Setjið súpuna í skálar og toppið með soðnum hrísgrjónum/núðlum, söxuðum salthnetum, límónusneiðum og jafnvel kóríander.

Góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…