Glútenlaus súkkulaðikaka með ekta súkkulaðikremi

Einfaldar súkkulaðikökur eru bestar og það er enn betra ef uppskriftin af þeim er auðveld og fljótleg. Það er því miður ekki hlaupið að því að fá góðar glútenlausar kökur og hvað þá finna uppskriftir sem uppfylla öll skilyrðin: Einföld, fljótleg og ljúffeng! Hráefnunum í þessa er einfaldlega hent í skál, svo hrært í með písk og skellt í ofn. Kremið er líka álíka einfalt en ég notaði í það ekta súkkulaði en það má líka alveg setja smjörkrem eða glassúr. Ef þú eða þínir þurfið að forðast glúten þá er þetta uppskrift sem þið eigið eftir að geyma og baka aftur og aftur og aftur…

blank
Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

Súkkulaðikakan
 100 g sykur
 140 g glútenlaust mjöl sem hægt er að skipta beint út fyrir hveiti
 40 g kakó
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 1 tsk matarsódi
 0,50 tsk salt
 1 stk stórt egg
 60 ml olía
 120 ml mjólk
 1 tsk sítrónusafi
 1 tsk vanilludropar
 120 ml sjóðandi vatn
Súkkulaðikremið
 100 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
 80 g dökkt 70% súkkulaði frá Rapunzel
 50 g smjör
 100 ml rjómi
 ¼ tsk salt
 1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 175°C blástur. Smyrjið eitt 20 cm smelluform og setjið til hliðar.

2

Setjið sykur, glútenlaust mjöl, kakó, vínsteinslyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og hrærið í með písk.

3

Bætið þá eggi, olíu, mjólk, sítrónusafa og vanilludropum saman við og hrærið þar til deigið er komið saman.

4

Hellið sjóðandi vatni út í deigið og hrærið þar til deigið er orðið samfellt.

5

Hellið deiginu í formið og setjið í ofninn. Bakið í 25-30 mín. Passið að baka hana ekki of lengi því þá er hætt við að hún verði þurr. 

6

Útbúið kremið: Saxið súkkulaði og setjið það ásamt restinni af innihaldefnum í pott og bræðið saman. Blandið það vel saman með töfrasprota og skafið með sleikju í skál og látið kólna.

7

Látið kökuna kólna og smyrjið kreminu yfir allan botninn. Skreytið eftir smekk, ég notaði fersk jarðarber.

MatreiðslaTegund
SharePostSave

Hráefni

Súkkulaðikakan
 100 g sykur
 140 g glútenlaust mjöl sem hægt er að skipta beint út fyrir hveiti
 40 g kakó
 1 tsk vínsteinslyftiduft
 1 tsk matarsódi
 0,50 tsk salt
 1 stk stórt egg
 60 ml olía
 120 ml mjólk
 1 tsk sítrónusafi
 1 tsk vanilludropar
 120 ml sjóðandi vatn
Súkkulaðikremið
 100 g mjólkursúkkulaði frá Rapunzel
 80 g dökkt 70% súkkulaði frá Rapunzel
 50 g smjör
 100 ml rjómi
 ¼ tsk salt
 1 tsk vanilludropar
Glútenlaus súkkulaðikaka með ekta súkkulaðikremi

Aðrar spennandi uppskriftir