fbpx

Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cumin

Kasjúsostar urðu að hálfgerðu áhugamáli rétt fyrir jólin en ég hef verið að leika mér að gera stinna osta til að setja á ostabakkan. Mig langaði að útbúa uppskrift sem væri einföld úr einföldum hráefnum og ekki alltof tímafrek, eða kallaði á margra daga bið í gerjun. Það eru til svoleiðis ostar líka en ég þekki mig, ég er ekkert alltof mikið að skipuleggja langt fram í tímann og straxveikin er fljót að kikka inn ef mig langar í eitthvað. Ég komst þó ekki upp með að stytta ferlið nema niður í rúman sólarhring til að ná súra bragðinu frá gerjuninni. Til að starta og flýta fyrir gerjuninni gríp ég í góðvini mína og góðgerlana frá Probi Original. Algjörlega hlutlausir á bragðið og þægilegir í notkun. Eftir nokkrar tilraunir og margar kasjúhnetur,… þá er ég ótrúlega ánægð með þennan kasjúost sem hvarf vel ofan í afa og ömmur, vinkonur, krakka og pabba þeirra. Broddkúmenið (cumin) og zaatar gerir ostinn líka að annarskonar upplifun sem kemur á óvart. Ath uppskriftin gerir 2 vænar ostakúlur og auðvitað er hægt að helminga uppskriftina fyrir bara eina kúlu. Persónulega fannst mér blenderinn minn þó ná skemmtilegri áferð þegar ég gerði uppskriftina stærri og svo er líka bara hundleiðinlegt að gera bara eina kúlu þegar þú getur gert tvær. Fullkomið að prófa þessa uppskrift fyrir helgina og bjóða vinum í kósíkvöld.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kasjúostur
 2 stk Ostaklúta/síjuklúta (ekki nauðsyn þó)
 400 g lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 stk duftið innan úr hylkjum af Probi original mjólkursýrugerlum
 1,50 dl vatn eða minna, því minna því stinnari ostur.
 0,50 tsk jurtasalt
 1 tsk laukduft
Toppið með
 ¼ dl za´atar krydd
 ½ dl heil cumin fræ (broddkúmen, ekki kringlukúmen)

Leiðbeiningar

1

Kasjúhnetum, kryddi, salti og góðgerlum komið fyrir í blandara og setjið af stað.

2

Hellið vatninu rólega útí á meðan blandarinn vinnur í lágri stillingu (ef blandarinn bíður uppá það). Því minna af vatni því stinnari ost fáiði, en við viljum samt fá fína áferð.

3

Skiptið ostablöndunni nú í tvo helminga og komið fyrir í sitthvorn síjupokann eða sitthvora skálina. Ef þið notið síjupoka er gott að setja þá ofan á sigti með skál undir sigtinu svo það myndist loftun. Ef gerjað er í skál þá myndast ekki húð utan um ostinn og gerjunin mögulega ögn minni en það er alltí lagi.

4

Leyfið ostinum að gerjast í stofuhita í sólarhring.

5

Hrærið saman zaatar og cuminfræjum og veltið ostinum uppúr kryddblöndunni og þrýstið fræjunum vel að ostinum til að reyna að ná þekju.

6

Nú má annaðhvort setja ostinn inní ísskáp eða njóta hans strax.

Osturinn geymist í amk viku inní ísskáp… ef ekki lengur, en mér hefur bara aldrei tekist að geyma hann lengur. 😉

Verði ykkur að góðu


MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

Kasjúostur
 2 stk Ostaklúta/síjuklúta (ekki nauðsyn þó)
 400 g lífrænar kasjúhnetur frá Rapunzel
 2 stk duftið innan úr hylkjum af Probi original mjólkursýrugerlum
 1,50 dl vatn eða minna, því minna því stinnari ostur.
 0,50 tsk jurtasalt
 1 tsk laukduft
Toppið með
 ¼ dl za´atar krydd
 ½ dl heil cumin fræ (broddkúmen, ekki kringlukúmen)

Leiðbeiningar

1

Kasjúhnetum, kryddi, salti og góðgerlum komið fyrir í blandara og setjið af stað.

2

Hellið vatninu rólega útí á meðan blandarinn vinnur í lágri stillingu (ef blandarinn bíður uppá það). Því minna af vatni því stinnari ost fáiði, en við viljum samt fá fína áferð.

3

Skiptið ostablöndunni nú í tvo helminga og komið fyrir í sitthvorn síjupokann eða sitthvora skálina. Ef þið notið síjupoka er gott að setja þá ofan á sigti með skál undir sigtinu svo það myndist loftun. Ef gerjað er í skál þá myndast ekki húð utan um ostinn og gerjunin mögulega ögn minni en það er alltí lagi.

4

Leyfið ostinum að gerjast í stofuhita í sólarhring.

5

Hrærið saman zaatar og cuminfræjum og veltið ostinum uppúr kryddblöndunni og þrýstið fræjunum vel að ostinum til að reyna að ná þekju.

6

Nú má annaðhvort setja ostinn inní ísskáp eða njóta hans strax.

Osturinn geymist í amk viku inní ísskáp… ef ekki lengur, en mér hefur bara aldrei tekist að geyma hann lengur. 😉

Verði ykkur að góðu

Gerjaður kasjúostur með Zaatar og cumin

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Rækjusalat með risarækjumDásamlegt rækjusalat sem er aðeins öðruvísi en þetta klassíska. Það inniheldur risarækjur, egg, Heinz majónes, steinselju, salt og pipar. Það…