Geisha bleik kaka

  

október 13, 2016

Dásamleg bleik Geisha kaka, guðdómleg á borði og á bragðið!

Hráefni

Kakan

150 gr smjör (mjúkt)

150 gr sykur

150 gr púðursykur

2 egg

250 gr hveiti

50 gr kakó

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk vanillusykur

½ tsk salt

150 gr sýrður rjómi

1 dl mjólk

Geisha krem

100 gr rjómi

150 gr Geisha súkkulaði molar

150 gr smjör( mjúkt)

200 gr flórsykur

2 msk mjólk

Bleika kremið

150 gr smjör(mjúkt)

250 gr flórsykur

Rauður matarlitur

½ vanillustöng

4 msk mjólk

Geisha gljái

110 gr Geisha súkkulaði molar

50 gr rjómi

Leiðbeiningar

Kakan

1Þeytið mjúkt smjörið og sykur saman í hrærivél.

2Bætið eggjum út í einu í einu.

3Bætið sýrðum rjóma saman við.

4Sigtið þurrefnin saman og bætið síðan útí.

5Bætið mjólkinni út í og hrærið vel í 2 mínútur í hrærivél.

6Skiptið deiginu í 3 form.

7Setjið í ofn í 160 gráður í blástur í 20-25 mínútur

Geisha krem

1Þeytið mjúkt smjörið og flórsykurinn vel saman

2Bætið mjólk út í .

3Setjið rjómann í pott og látið suðuna koma upp.

4Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og látið standa í ca 1 mín

5Hrærið þar til súkkulaðið er bráðnað

6Látið kólna í smá stund og setjið saman við smjörkremið

7Þetta krem fer á milli botnana þriggja. (kælið áður en bleika kremið er sett á)

Bleika kremið

1Þeytið mjúkt smjörið ásamt flórsykrinum.

2Skafið innan úr vanillustönginni og bætið út í ásamt rauðum matarlit.

3Bætið mjólk út í og þeytið vel.

4Smyrjið kreminu á kökuna og kælið.

Geisha gljái

1Sjóðið upp á rjómanum og hellið yfir súkkulaðimolana, látið standa í 1 mínútu og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðnað.

2Látið kremið kólna aðeins og setjið svo á kökuna.

Uppskrift frá Vigdísi Ylfu Hreinsdóttur

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Eggjalaus afmæliskaka

Einföld og góð súkkulaðikaka sem er án eggja.

Skalle perukaka

Perukaka með æðislegu hindberja/lakkrís súkkulaðikremi.

Prince Polo marengs

Besta marengs terta allra tíma með súkkulaði rjóma og Prince Polo.